• Vinnuskóli

Vinnuskóli

Í vinnuskólanum starfa 14 - 16 ára ungmenni.

Vinnutími vinnuskólans er frá 09:00 - 12:00 og 13:00 - 16:00. 

Mikilvægt er að bærinn okkar líti sem best út allt sumarið og er það Vinnuskólinn sem á stærsta þáttinn í því hversu fallegur bærinn er.  Vinnuskólinn er vettvangur fyrir ungmenni að læra góð og vönduð vinnubrögð.  Vinnuskólinn á að vera skemmtilegur eins og aðrir vinnustaðir þar sem ungmennum gefst færi á að afla sér reynslu á vinnumarkaði.  Vinnuskólinn er ekki eingöngu að vinna reytnt er að  brjóta upp hefðbundna starfsemi með reglulegu millibili með leikjadögum, ratleik og útilegu er meðal þess sem við gert er.

Helstu störf nemenda vinnuskólans er að raka, hreinsa beð, sópa og hreinsa gangstéttir, tína rusl og mörg önnur tilfallandi störf, s.s. að mála leiktæki og brunahana.

Vinnuskólinn bíður eldri borgurum og öryrkjum slátt gegn vægu gjaldi.