Hugmyndasamkeppi um Leiðarhöfða

Vinningstillaga og aðrar tillögur um Leiðarhöfða á Höfn voru afhjúpaðar við hátíðlega athöfn 6. apríl, Framkvæmdasjóður ferðamannastaða veitti Sveitarfélaginu Hornafirði veglegan styrk í mars 2021 til þess að halda hugmyndaleit fyrir framtíðarnýtingu höfðans.

Tilgangurinn var að móta umgjörð um hugsanlega uppbyggingu, bæta aðstöðu og aðgengi til útivistar og auka útsýnis- og náttúruupplifun svæðisins jafnt íbúum sem gestum til yndisauka. Fimm teymi voru valin til þátttöku í samkeppninni að loknu forvali, og voru allar tillögurnar kynntar við hátíðlega athöfn.

Það var tillagan „Umhverfis Leiðarhöfða“ sem bar sigur úr býtum, en þrjár arkítektastofur, Landmótun, Hjark og Sastudio mynduðu teymi um hana. Að sögn Sæmundar Helgasonar, formanns dómnefndar, var tillagan spennandi, vel útfærð og líkleg til þess að efla svæðið sem bæði áfangastað og útivistarsvæði. Einnig var hún talin uppfylla meginmarkmið hugmyndaleitarinnar sem er að efla Höfn sem ferðamannastað og búsetukost, með því að bjóða upp á einstakan áfangastað sem byggir á sérstöðu svæðisins.

Dómnefndarálit

Vinningstillaga  greinargerð