Áætlun á móttöku og meðhöndlun sorps

Áætlun/lýsing á móttöku og meðhöndlun sorps og farmleyfa frá skipum við Hornafjarðarhöfn

Markmið

Tilgangur með gerð áætlunarinnar um meðhöndlun úrgangs og farmleifa er m.a. til að koma í veg fyrir mengun frá skipum og auðvelda áhöfnum og eigendum skipa að losna við úrgang á góðan og hagkvæman hátt.

Hafnarsjóður Hornafjarðar fylgir samþykktri umhverfisstefnu Sveitarfélagsins Hornafjarðar og er móttaka sorps og úrgangs sem fellur til á hafnarsvæði liður í henni.

Áætlun þessi gildir í samræmi við reglugerð nr. 792/2004, með síðari tíma breytingum um skip sem koma til Hornafjarðarhafnar. Grundvöllur áætlunarinnar eru lög um varnir gegn mengun hafs og stranda nr. 33/2004, og lög nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs, reglugerð nr. 737/2003 um meðhöndlun úrgangs og reglugerð nr. 806/1999 um spilliefni .

Lýsing og starfsemi á Hornafjarðarhöfn

Hornafjarðarhöfn er skilgreind sem stór fiskihöfn. Þar fer fram blönduð starfsemi, þ.e. umferð fiskiskipa og fraktskipa. Einnig koma til hafnarinnar nokkur skemmtiferðaskip og skútur á sumrin.

Fiskiskip landa fiski ýmist til vinnslu í frystihúsi, á fiskmarkað,eða til bræðslu, einnig er nokkuð um að afla sé ekið til annarra landshluta beint úr veiðiskipi.

Fraktskip losa t.d. áburð, salt og olíu. Þau taka fiskafurðir eins og frystivöru frá frystihúsi og lýsi og mjöl frá bræðslu.

Mat á þörf

Á hafnarsvæðinu eru engir gámar eða ílát til að taka við sorpi frá stærri bátum eða skipum, sorpkar er fyrir móttöku sorps frá smábátum og olíukálfur fyrir úrgangsolíu.  Hefur það fyrirkomulag gengið vel upp. Útgerðir á staðnum hafa  sjálfar séð um sorphirðu frá sínum skipum með eigin tólum og tækjum sem þeir hafa yfir að ráða, ekki eru uppi áform um breytingu þar á.

Lýsing á móttöku

Þar sem einungis eru tvær útgerðir stærri báta á staðnum sjá þær um að losa sína báta við úrgang og koma honum í sorpmóttöku sveitarfélagsins. Þessar útgerðir hafa á sínum vegum færanleg ruslakör sem þeirra löndunar gengi (lyftarar) færa á milli eftir þörfum og sjá um að koma sorpinu á gámastöð.

Fiskiskip sem ekki eru skráð á Hornafjörð og þurfa að losna við sorp, sjá annaðhvort starfsmenn hafnarinnar eða áhaldahúss (þar sem sorpstöðin er staðsett) um þjónustuna. Starfsmenn hafnarinnar sjá um að leiðbeina þeim sem þjónustu óskar hvert hann á að leita, eða starfsmenn hafnarinnar útvega sjálfir það sem til þarf, þ.e. útvega þjónustu eða inna hana sjálfir af hendi.

Einnig er gámaþjónusta á staðnum sem hægt er að kalla til ef um verulegt magn er að ræða, á þá aðallega við frá fragtskipum. Ef um er að ræða verulegt magn er úrgangurinn vigtað á hafnarvog hafnarinnar. Ekki hefur verið tekið við skólpi frá skipum, en ef til þess kemur hefur áhaldahúsið yfir að ráða tækjum til þess. Þar er um að ræða Dráttarvéla drifna haugsugu, einnig hefur sveitarfélagið þjónustusamning við fyrirtækið Bólholt sem er með sérstaka dælubíla.

Á hafnarsvæðinu er færanlegur olíukálfur sem úrgangsolía er sett í. Ef um mikið magn er að ræða þjónustar Olíudreifing  og leggur til dælubíl. Engin formeðferð er á sorpi í Hornafjarðarhöfn.

Yfirferð Safe Seanet tilkynninga

Hafnsögumaður og/eða aðrir starfsmenn Hafnarinnar fara yfir Safe Seanet tilkynningar og sjá svo um að ekki sé misræmi í gögnum og bregðast þá við með viðeygandi hætti.

 Gjaldtaka:

Gjaldtaka er samkvæmt gjaldskrá Hornafjarðarhafnar og/eða gámaþjónustu og Olíudreifingar.

Fiskiskip heimaflota greiða mánaðargjald til hafnarinnar, en eins og kom fram sjá þeirra úrgerðir alfarið um sorp og úrgang frá þeim.

Sorpáætlun hafnarinnar.

Þjónustuaðilar:

Hafnarverðir Hornafjarðarhafnar.

Áhadhús.

Funi ehf gámaþjónusta.

Vanbúnaður:

Telji notendum hafnarinnar fyrirkomulag ófullnægjandi tilkynna þeir um það til hafnarvogar eða hafnaryfirvalda eftir því sem við á. Kvartanir munu verða teknar fyrir og verða afgreiddar samkvæmt eðli máls innan eðlilegs tíma.

Samráð:

Hafnarstarfsmenn sjá um eða framkvæma sjálfir, óskir frá skipum um losun úrgangs eða farmleifa. Engin vandræði  hafa hingað til verið í þessu ferli, en komi það upp er stutt á milli manna og verður það leyst millum notenda og viðkomandi þjónustuaðila. Starfsmenn hafnarinnar veita sjófarendum upplýsingar sem varða losun og meðhöndlun úrgangs.

Magn úrgangs:

Þegar um er að ræða mikið magn úrgangs,, þá venjulega frá fraktskipum, og frá aðkomu fiskiskipum sem þó er venjulega í minna mæli, er sá úrgangur keyrður á vigt. Sorp frá fiskiskipum heimaflota er venjulega mest matatúrgangur og eitthvað smádót. Sé um að ræða veiðarfæri,víra og þ.h sér útgerðaraðili um hirðingu á því. Þeir skila síðan upplýsingum um magn þessa úrgangs. Ekki er til í dag nákvæm tala um magn sorps frá bátum og skipum en þær upplýsingar munu verða tiltækar við endurskoðun áætlunarinnar.

Tengiliir hafnarinnar eru: Áhaladahús, og Funi ehf gámaþjónusta.

Endurskoðun:

Áætlun þessi verður endurskoðuð á þriggja ára fresti hér eftir og mun hún þess vegna koma til skoðunar  í desember árið 2018.

Ábyrgð:

Hafnarstjóri er yfirmaður hafnarinnar,undir Hafnarstjórn Hornafjarðar. Eigandi hafnarinnar er Sveitarfélagið Hornafjörður.

Hornafjörður 26 janúar 2016.

Vignir Júlíusson Hafnarvörður