Gönguleiðir í leiðsagnarappi

Boðið er upp á níu mismunandi gönguleiðir í Sveitarfélaginu Hornafirði í wappinu.

Sveitarfélagið Hornafjörður og Wapp-Walking app hafa samstarf um birtingu göngu-, hjóla- og hlaupaleiða í Sveitarfélaginu Hornafirði í leiðsagnarappinu Wappinu. Hægt er að nálgast snjallsímaappið bæði í App store og Play store.

Leiðir í Sveitarfélaginu Hornafirði

Boðið er upp á níu mismunandi gönguleiðir í Sveitarfélaginu Hornafirði í wappinu.

  • Söguganga um Höfn 
  • Náttúrustígur á Höfn
  • Eskey
  • Haukafell – Fláajökull (Hluti af gönguleiðinni Mýrajöklar)
  • Haukafellshringur
  • Skálafell – Heinabergslón (Hluti af gönguleiðinni Mýrajöklar)
  • Heinabergshringur
  • Hjallaneshringur
  • Breiðármörk

Í boði Sveitarfélagsins Hornafjarðar

Athugið allar leiðirnar innan sveitarfélagsins eru í boði Sveitarfélagsins Hornafjarðar eða annarra samstarfsaðila. Athugið að ferðirnar eru fríar þó að komi upp spurningin „Viltu kaupa þessa ferð?“ Smellið á það og leiðin er ykkar að endurgjaldslausu.

Allar gönguleiðirnar eru með kortum, gps hnitum, ljósmyndum og upplýsingum á íslensku og ensku.

Íbúar og gestir eru hvattir til að nýta sér gönguleiðirnar til að njóta útiverunnar og fræðast um sögu, menningu og náttúrufar svæðisins. Leiðarlýsingum er hlaðið á símann og hægt að nota þær án þess að vera í gagnasambandi.