Kynningargögn vegna íbúakosningar

Kynningargögn vegna íbúakosningar um aðal- og deiliskipulag innbæ. 

Markmið með skipulaginu er að þétta byggð í Innbæ, hún skal vera í samræmi við núverandi byggð hvað varðar tegundir, stærðir, þéttleika og ásýnd byggðar. Með þéttingu byggðar skal tryggja gönguleiðir að opnum svæðum. Þétting byggðar tekur til nýrra lóða, auk aðliggjandi byggðra lóða við Silfurbraut og Hvannabraut.

Í deiliskipulaginu er gert ráð fyrir íbúðarlóðum fyrir einbýlishús og raðhús. Svæðið er auðkennt sem íbúðarsvæði ÍB9 í aðalskipulagi.

Greinargerð - uppdráttur af deiliskipulagi -   aðalskipulag greinargerð - aðalskipulag uppdráttur

Sjá má þrívíddarlíkan af hönnuninni hér fyrir neðan.