Eignaskiptayfirlýsing

Upplýsingar um eignaskiptayfirlýsingu.  

Um eignaskiptayfirlýsingu gildir reglugerð nr. 910/2000 

Við hverja eignaskiptayfirlýsingu, gerir sveitarfélagið samning við Þjóðskrá um yfirferð eignaskiptayfirlýsingu.

Ferill vegna eignaskiptayfirlýsigar tekur rúmlega 3 mánuði.

Ef um er að ræða stofnun fasteigna (t.d. þegar eign er skipt í tvær íbúðir),  þurfa eigendur sjálfir að sjá um að umsókn F-551 verði send til Þjóðskrár.

Tékklisti fyrir eignaskiptayfirlýsingar hægt er að nálgast á vefsíðu þjóðskrá.

Eignaskiptayfirlýsingar

Eignaskiptayfirlýsing er lögboðinn skriflegur gerningur eigenda fjöleignarhúss sem gerður er á grundvelli fyrirmæla fjöleignarhúsalaga og geymir lýsingu á húsinu og lóð þess og mælir fyrir um skiptingu þess í séreignir, sameign allra og sameign sumra og ákvarðar hlutdeild hvers eigenda í sameign og markar með því grundvöll að réttindum og skyldum eigenda innbyrðis og gagnvart einstökum hlutum húss og lóðar. Um eignaskiptayfirlýsingar gildir reglugerð nr. 910/2010 . Þeim einum er heimilt að taka að sér að gera eignaskiptayfirlýsingar sem uppfylla lögmælt skilyrði og hafa fengið til þess leyfi frá félagsmálaráðherra. Lista yfir leyfishafa er hægt að skoða hér.

Efni eignaskiptayfirlýsinga og fylgigögn

Í eignaskiptayfirlýsingu skal skipting húss koma glöggt fram og tilgreint hvað tilheyrir hverjum eignarhluta, hvort um sé að ræða séreign, sameign allra eða sameign sumra og hvaða eignarhlutum slík sameign tilheyrir. Öll gögn sem fylgja eignaskiptayfirlýsingu skulu vera af stærðinni A4.

Tékklista fyrir innihald eignaskiptayfirlýsinga hægt er að nálgast á vefsíðu þjóðskráar.

1.1. Eignaskiptayfirlýsing

Í eignaskiptayfirlýsingu skal m.a. koma fram: tilgreining á fjöleignarhúsinu, almenn lýsing á húsinu, lýsing á séreignarhlutum, hlutfallstölur, forsendur þeirra og útreikningur, sérstakur bílskúrs- og bílastæðisréttur, byggingarréttur, lýsing á sameign allra, lýsing á sameign sumra, sérgreining, auðkenni og merkingar samkvæmt fasteignaskrá/landskrá fasteigna, kvaðir á séreign, sameign og lóð, sérstakur réttur eigenda til sameignar eða hluta hennar.

1.2. Teikningar

Með eignaskiptayfirlýsingu skulu fylgja grunnmyndir og sniðmyndir af hverri hæð húss, þar sem hvert rými er merkt í samræmi við skráningarreglur. Jafnframt skal fylgja afstöðumynd er sýni sérnotafleti á lóð og skiptingu lóðar eftir því sem við á. Eignaskiptayfirlýsingu skal fylgja til þinglýsingar teikning af húsinu og lóðaruppdráttur í blaðstærð A4 og stærðir í fermetrum og rúmmetrum.

1.3. Skráningartafla

Skráningartafla skal fylgja eignaskiptayfirlýsingu. Hún skal einnig afhent byggingarfulltrúa á tölvutæku formi.

Samræmi við samþykktar teikningar

Við gerð eignaskiptayfirlýsinga og útreikning hlutfallstalna skulu samþykktar aðalteikningar húss lagðar til grundvallar.

Byggingarleyfisskylda

Ef eignaskiptayfirlýsing tilgreinir húsrými, lóð eða notkun fjöleignarhúss eða hluta þess með öðrum hætti en fram kemur á samþykktri aðalteikningu getur byggingarfulltrúi skorað á eigendur að sækja um byggingarleyfi fyrir breytingunum og gefið þeim sanngjarnan frest í því skyni.

Sinni eigendur ekki áskorun byggingarfulltrúa staðfestir hann eignaskiptayfirlýsinguna með viðeigandi athugasemd.

Umsókn um staðfestingu á eignaskiptayfirlýsingu

Beiðni um staðfestingu á eignaskiptayfirlýsingu skal senda byggingarfulltrúa í gegnum Íbúagáttina . Í fyrsta lagi skal senda eignskiptayfirlýsingu ásamt fylgigögnum rafrænt til yfirferðar.

Ef um er að ræða stofnun fasteigna (t.d. þegar einbýlishús er skipt í tvær eða fleiri íbúðir), þurfa eigendur sjálfir að sjá um að umsókn F-551 verði send til Þjóðskrár. Upplýsingar um ný fasteignarnúmer er hægt að fá hjá byggingarfulltrúa.

Afgreiðsla og yfirferð eignaskiptayfirlýsinga

Byggingarfulltrúi skal afgreiða eignaskiptayfirlýsingu svo fljótt sem auðið er og jafnan innan tveggja vikna frá því að hún barst honum. Sé um flóknar og viðamiklar eignaskiptayfirlýsingar að ræða getur byggingarfulltrúi tekið sér lengri afgreiðslutíma en þó ekki lengur en fjórar vikur.

Þjóðskrá Íslands fer yfir eignaskiptayfirlýsingar og skráningartöflur sem þeim tengjast fyrir sveitarfélög og því getur afgreiðsla tekið lengri tíma en gert er ráð í reglugerð 910/2010, sérstaklega þegar verulegir ágallar á eignaskiptayfirlýsingu og fylgigögnum hennar kalla á leiðréttingar, svo og þegar bíða þarf eftir skýringum. Komi nauðsynlegar skýringar ekki fram eða krafa um úrbætur ber ekki árangur þannig að á eignaskiptayfirlýsingu séu áfram svo verulegir ágallar að ekki verði við unað er byggingarfulltrúa rétt að synja um staðfestingu og vísa henni frá.

Staðfesting byggingarfulltrúa

Þegar yfirferðinni er lokin skal afhenda byggingarfulltrúa eignaskiptayfirlýsingu í þremur samhljóða eintökum sem hann áritar. Eitt þeirra eintaka skal vera á skjalapappír til þinglýsingar. Eitt eintakið varðveitir byggingarfulltrúi og sendir afrit til fasteignaskrár Þjóðskrár Íslands, eitt eintak er til eigenda og þriðja eintakið á skjalapappír skulu eigendur eða umboðsmaður þeirra fara með til sýslumannsins til þinglýsingar.

Byggingarfulltrúi Sveitarfélagsins Hornafjarðar skal staðfesta eignaskiptayfirlýsingar og er áritun hans þar að lútandi skilyrði fyrir því að þeim verði þinglýst. Staðfesting byggingarfulltrúa skal gerð með dagsettri áritun, nafnritun hans og embættisstimpli.

Í áritun byggingarfulltrúa felst staðfesting á viðtöku eignaskiptayfirlýsingar og að hún hafi verið yfirfarin og sé í samræmi við reglugerð nr. 910/2010, lög um fjöleignarhús 26/1994 og fyrirliggjandi gögn hjá embætti hans.

Í staðfestingu byggingarfulltrúa felst ekki viðurkenning eða samþykki á þeim breytingum á húsi eða notkun þess sem gerðar kunna að hafa verið án tilskilinna byggingarleyfa.