Grunnskólinn í Hofgarði

Hofi, 785 Öræfum

Grunnskólinn í Hofgarði er fámennur samkennsluskóli þar sem nemendur búsettir í Öræfasveit stunda nám. Skólinn starfar í nánu samstarfi við Grunnskóla Hornafjarðar eftir sömu uppeldisstefnu og svipuðum áherslum.  Skólinn leggur auk þess áherslu á að tengja námið við þá menningu og náttúru sem Öræfin búa yfir. Við skólann er rekin leikskóladeild sem opnuð var að hausti 2016. Ellefu grunnskólabörn stunda nám við skólann og fimm leikskólabörn. Skólastjóri er Pálína Þorsteinsdóttir og starfsmenn eru sex talsins.

Google Maps