Sorpflokkun og hirðing

Opnunartími gámaports og endurvinnslu er: þriðjudaga og fimmtudaga frá  13:00-18:00 og laugardaga frá 11:00-15:00 aðkoma er við Sæbraut beinn sími er 478 1473.

Viðskiptavinir Áhaldahúss eru beðnir að hafa samband við starfsmenn áður en losað er, því losun á að fara fram undir umsjón starfsmanna, tilgangurinn er að ná betri tökum á flokkun og minnka ummál á því efni sem fer til urðunar.

Endurvinnslan, móttaka skilagjalds umbúða  er flutt í nýju aðstöðuna við Sæbraut. Fólk er beðið um að vanda talningu umbúða sem flokkast undir skilagjalda umbúðir því nokkuð hefur borið á að magn stemmi ekki og verður allt talið og greitt samkvæmt því.

Haustið 2013 var flokkunartunna sett við hvert heimili í sveitarfélaginu.

Flokkunartunnan er stóra græna tunnan.                                
Í flokkunartunnuna má setja hreinar umbúðir lausar í tunnuna.
Plastdósir, lok og brúsa undan sápum og matvælum. mjólkurfernur og aðrar mjólkurumbúðir.
Bylgjupappa, blöð lok af glerkrukkum og annað ál.

Ekki má setja í tunnuna:
Gler, spilliefni, frauðplast, plast/álspjöld undan töflum og óhreinar plastumbúðir.
Endurvinnslutunnan er losuð einu sinni í mánuði.
Í almennu tunnuna litlu tunnuna má setja:
Allan almennan heimilisúrgang, matarleifar, kaffikorg, matarsmitaðar pappírs- og plastumbúðir, samsettar umbúðir, tannkremstúburo.fl.
Einnig glerílát, ryksugupoka, bleiur og dömubindi, úrgang frá gæludýrahaldi. Almenna tunnan er losuð á tveggja vikna fresti.

Umfram allt er nauðsynlegt að rétt sé flokkað í tunnurnar því mistök við flokkun getur skemmt heilu farmana af endurvinnsluefnum.

Endurvinnslustöð við Áhaldahúsið á Höfn

Gert er ráð fyrir að íbúar fari með allan stærri og grófari úrgang á endurvinnslustöð í Áhaldahúsi. Starfsmaður gámasvæðis leiðbeinir og aðstoðar fólk við flokkun á opnunartíma sem. Garðaúrgang á að skila í Fjárhúsavík, mikilvægt er að skilja ekki eftir ruslapoka á svæðinu þar sem það hindrar niðurbrot úrgangsins.

Baggaplasti í dreifbýli er að öllu jöfnu safnað saman þrisvar á ári með jöfnu millibili. Bændur sem ekki fá sótt heyrúlluplast er bent á að hafa samband við Birgi s: 470-8027 og óska eftir þjónustunni.

Tekið er á móti garðaúrgangi í Fjárhúsvík. Þar er einungis gert ráð fyrir garðúrgangi, og eru íbúar vinsamlegast beðnir um að skilja ekki eftir plastpoka og annað slíkt eftir tæmingu.

Gámar til að losna við málma og timbur:

Suðursveit - Við Hrollaugsstaði

Mýrar - Við Holt

Nes - Ofan við Nesjahverfi

Lón - Við Jökulsá í Lóni

Lífrænn gámur í dreifbýli er losaður einu sinni í mánuði en oftar á álagstímum í kringum sauðburð og á haustin.

Vinsamlegast hafið samband og tilkynnið um mál sem betur meiga fara í síma 478 1473 eða Ráðhús 470 8000.  Netföng birgir@hornafjordur.is eða bryndis@hornafjordur.is