Fréttir

26.08.2016 Fréttir : Kvíði barna og unglinga

Á miðvikudaginn næsta, 31. ágúst kemur Margrét Birna Þórarinsdóttir sálfræðingur í heimsókn í grunnskólann með fræðslu um kvíða barna og unglinga. Hún mun hitta nemendur í 7. – 10. bekk og starfsmenn en einnig verður hún með fyrirlestur fyrir foreldra á miðvikudagskvöld kl. 20:00.   Fyrirlesturinn verður í stofum 4 og 5 í Heppuskóla. Þar sem bærinn okkar er lítill teljum við eðlilegt að bjóða foreldrum nemenda, frá leikskóla til framhaldsskóla, að koma á fyrirlesturinn.

Margrét Birna hefur sérhæft sig í vinnu með börnum og unglingum og á miðvikudaginn mun hún m.a. fjalla um eðli kvíða og kenna aðferðir við að takast á við kvíðavekjandi aðstæður. 

26.08.2016 Fréttir : Breyting í bæjarstjórn

Á bæjarstjórnarfundi þann 11. ágúst sl. baðst Þórhildur Á. Magnúsdóttir lausnar frá bæjarstjórn vegna flutninga úr sveitarfélaginu og Lovísa Rósa Bjarnadóttir tilkynnti að hún muni fara í leyfi fram í maí 2017.

19.08.2016 Fréttir : Innritun nýnema í Tónskóla Austur-Skaftafellssýslu

Innritun nýnema skólaárið 2016-2017  stendur yfir síðasti umsóknardagur er þriðjudaginn 23. ágúst.

19.08.2016 Fréttir : Grendarkynning á viðbyggingu leikskólans Lönguhóla

Grendarkynning vegna fyrirhugaðrar viðbyggingar við leikskólann Lönguhóla stendur yfir, eftir að framkvæmdum líkur mun starfsemi við leikskólann Krakkakot vera lögð niður.

Viðburðir

Enginn viðburður fannst skráður.


Vefmyndavél

Vefmyndavélar

Til að komast inn á vefmyndavélar í Bárunni þá er hægt að klikka á hverja fyrir sig.

Vefmyndavél 1

Vefmyndavél 2

Vefmyndavél 3

Vefmyndavél 4 

TungumálÚtlit síðu:

BG3