Fréttir

24.11.2015 Fréttir : Rannsóknarþing

Rannsóknarþing verður haldið þann 26. október í Þekkingasetrinu Nýheimum kl. 16:00-18:00 

24.11.2015 Fréttir : Tónleikar með Guggunum

Í dag bauð hljómsveitin Guggurnar nemendum Grunnskólans á tónleika í Sindrabæ. Það er óhætt að segja að þessu hafi verið vel tekið, krakkarnir skemmtu sér afar vel  og  voru duglegir  að klappa með. Ekki skemmir fyrir að í hljómsveitinni eru meðal annarra Erna umsjónarkennari í 4. bekk og skólastjórinn okkar hún Þórgunnur en hún á einmitt afmæli í dag. Að tónleikum loknum sungu krakkarnir afmælissönginn fyrir Þórgunni sem bauð öllum upp á afmælissmákökur áður en haldið var heim á leið.

24.11.2015 Fréttir : Óskað er eftir tilnefningum til Menningarverðlauna 2015

Óskað er eftir tilnefningum til Menningarverðlauna Hornafjarðar 2015

Þeir sem vilja tilnefna vinsamlegast sendið inn tillögur í bréfaformi í móttöku Ráðhús Hornafjarðar, Hafnarbraut 27, 780 Höfn eða á netfangið vala@hornafjordur.is, einnig er hægt að hringja í síma 4708050.
Vinsamlegast sendið inn tilkynningar eigi síðar en 15.desember 2015.

19.11.2015 Fréttir : Samstarfsamningur undirritaður

Á dögunum var undirritaður samstarfssamningur milli Rauða kross deildarinnar á Hornarfirði, Slysavarnarsveitarinnar Framtíðar á Höfn og Neyðarmiðstöðvar Rauða krossins, um samstarf aðila í neyðarvörnum.

Viðburðir

Enginn viðburður fannst skráður.


Vefmyndavél

Vefmyndavélar

Til að komast inn á vefmyndavélar í Bárunni þá er hægt að klikka á hverja fyrir sig.

Vefmyndavél 1

Vefmyndavél 2

Vefmyndavél 3

Vefmyndavél 4 

TungumálÚtlit síðu:

BG3