Aðalskipulags- og deiliskipulagsbreyting á Jökulsárlóni

Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Hornafjarðar 2012-2030 og deiliskipulagi Jökulsárlón á Breiðamerkursandi.

Bæjarstjórn Hornafjarðar auglýsir hér með tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Hornafjarðar 2012-2030 og tillögu að deiliskipulagi samkvæmt 1. mgr. 36. gr. og 3. mgr. 40. gr skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í að breyta skipulagsuppdráttum fyrir Öræfi og Suðursveit, ásamt skipulagsuppdrætti fyrir sveitarfélagið í heild sinni. Einnig munu verða breytingar á skilmálum vegna framkvæmda innan stækkaðs svæðis í samræmi við stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs.

Tillögurnar verða til sýnis á bæjarskrifstofum að Hafnarbraut 27 frá og með fimmtudeginum 29. ágúst nk. til mánudagsins 14. október 2019 og hjá Skipulagsstofnun að Borgartúni 7b 105 Reykjavík.

Tillaga að aðalskipulagsbreytingu við Jökulsárlón.

Greinargerð og umhverfisskýrsla. 

Tillaga að deiliskipulagsbreytingu við Jökulsárlón. 

Greinargerð

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingartillögur til mánudagsins 14. október 2019. Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Hornafjarðar, Hafnarbraut 27.

Gunnlaugur Róbertsson, skipulagsstjóri