Breyting á aðalskipulagi

Breyting á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar 2012-2030

þétting byggðar í innbæ.


Bæjarstjórn Hornafjarðar samþykkti þann 14. apríl tillögu að óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélgasins Hornafjarðar 2012-2030 skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Breytingin felst í breyta landnotkunarflokki í íbúðarbyggð og skilgreina 6 nýjar lóðir undir einbýlishús og eina lóð undir raðhús.

Breytingin hefur verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar. Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til skipulagsstjóra Hornafjarðar.

Gunnlaugur Róbertsson, skipulagsstjóri