Útboð

Sveitarfélagið Hornafjörður óskar eftir tilboðum í verkið
„Víkurbraut 24 Hornafjörður Endurbætur/Breytingar“ eins og því er lýst í útboðsgögnum.

Hér er um almennt útboð að ræða og lýtur þeim reglum sem um það gilda. Innifalið í tilboð skal vera allt það sem til þarf að ljúka verkinu eins og það er skilgreint í útboðsgögnum.

Lauslegt yfirlit yfir verkið.
Verkið fellst í endurbótum og breytingum á núverandi húsnæði í skrifstofuhúsnæði alls 545 m², þar af byggja 24 m² viðbyggingu úr timbri

Helstu verkþættir eru:

Niðurrif allra léttra veggja, lagna og innréttinga, brot og sögun vegna nýrra lagna og hurða, skipta um alla glugga og hurðir í útveggjum. Byggja viðbyggingu úr timbri á steyptum undirstöðum. Innrétta húsnæðið og gera það fullbúið fyrir lausar innréttingar og búnað.

Vettvangskönnun á verkstað.
Vettvangskönnun verður haldinn með tilboðsgjöfum eftir óskum. Nákvæm tímasetning og fyrirkomulag vettvangskönnunar verður skv. samkomulagi aðila. Bjóðendur eru hvattir til að mæta í vettvangskönnun og kynna sér aðstæður á verkstað.

Útboðsgögn
Útboðsgögn bera nafnið:  „Víkurbraut 24 Hornafjörður Endurbætur/Breytingar“ og sundurliðast eftirfarandi:  

  • IST 30
  • Útboðslýsing gerð af KRark og tæknideild Sveitarfélagsins Hornafjarðar.
  • Teikningar og verklýsingar arkitekt gert af KRark ehf
  • Teikningar og verklýsingar burðarvirki, Verkhof ehf..
  • Teikningar og verklýsingar Lagnir, Verkhof ehf.
  • Teikningar og verklýsingar Raflagnir, Vattará ehf.
  • Tilboðsblað ásamt tilboðsskrá
  • Form verksamnings
  • Form verktryggingar

Útboðsgögn má nálgast á usb. lykli á skrifstofu Sveitarfélagsins Hornafjarðar að Hafnarbraut 27 Höfn frá og með þriðjudeginum 4. ágúst 2020, eftir klukkan 13:00 gegn 3.000 kr. greiðslu.

Einnig er hægt að fá útboðsgögnin send án endurgjalds með því að senda tölvupóst á bjorni@hornafjordur.is og óska eftir því að fá send útboðsgögn í verkið „Víkurbraut 24 Hornafjörður Endurbætur/Breytingar“. Þá verður sendur hlekkur til baka á þann stað sem hægt verður að sækja gögnin rafrænt. Vinsamlegast takið fram í viðfangsefni pósts „Víkurbraut útboðsgögn“.

Tilboðsgjafar skulu vera búnir að skila inn tilboði merktu „Víkurbraut 24 Hornafjörður Endurbætur/Breytingar. Tilboð“ eigi síðar en mánudaginn 31. ágúst 2020 kl. 14:00. er þau verða opnuð samtímis í viðurvist þeirra bjóðenda er þess óska.

Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.

Tilboð eru bindandi í 5 vikur frá opnunardegi.


Nánari upplýsingar veitir:

Björn Imsland, bjorni@hornafjordur.is sími 470-8014 eða 894-8413

Brynja Dögg Ingólfsdóttir brynja@hornafjordur.is sími 470-8003