Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Hornafjarðar - 800

Haldinn í ráðhúsi,
13.02.2017 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Sæmundur Helgason formaður,
Páll Róbert Matthíasson aðalmaður,
Ásgerður Kristín Gylfadóttir aðalmaður,
Björn Ingi Jónsson bæjarstjóri,
Ólöf Ingunn Björnsdóttir fjármálastjóri.
Fundargerð ritaði: Ólöf I. Björnsdóttir, fjármálastjóri


Dagskrá: 
Fundargerð
1. 1701016F - Umhverfisnefnd - 25
201612030 - Bekkir á gönguleið fyrir eldri borgara.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að koma verkinu í framkvæmd.
Fundargerð samþykkt.
Almenn mál
2. 201602067 - Útboð á sorphirðingu- og urðun
Farið yfir drög að útboðsgögnum. Bæjarráð felur starfsmönnum að fara yfir þau atriði sem út af standa í útboðslýsingu. Bæjarráð samþykkir að setja verkið í útboð.
3. 201610026 - Hönnun leikskóla Kirkjubraut 47
Farið yfir drög að leigusamningi fyrir bráðabirgðahúsnæði leikskólanna á meðan á framkvæmdum stendur. Meirihluti bæjarráðs samþykkir að leigja bráðabirgðahúsnæði frá 1. apríl 2017 í samræmi við framlögð drög. Ásgerður K. Gylfadóttir sat hjá.
4. 201702032 - Útboð leikskóla Kirkjubraut 47
Ásgerður vék af fundi undir þessum lið. Kristján tók sæti á fundinum undir þessum lið.
Kristján greindi frá að hann greiði atkvæði gegn útboði á nýjum leikskóla og lagði fram eftirfarandi bókun:
"Bæjarfulltrúar Framsóknarflokksins hafa ítrekað lýst þeirri skoðun sinni að fresta beri framkvæmdum við stækkun Lönguhóla. Réttara sé að byrja á því að sameina leikskólana í núverandi húsnæði og skoða byggingu á nýjum leikskóla á nýjum stað."
Meirihluti bæjarráðs bendir á að núna loksins stendur til að bjóða út framkvæmdina við leikskólann á Kirkjubraut 47. Þetta mál hefur átt sér langan aðdraganda og hefur verið eitt stærsta mál kjörtímabilsins. Málið hefur fengið mikla og vandaða umfjöllun að mati meirihlutans. Nægir að nefna í því samhengi vegferðina frá kosningum, skoðanakönnun meðal starfsmanna og foreldra, samstarfshóp hagsmunaaðila, ráðgjafa.
Á bæjarstjórnarfundi nr. 224, 10. mars 2016 þá voru 5 fulltrúar sammála þessari vegferð, tveir sátu hjá.
Meirihluti bæjarráðs samþykkir að farið verði í útboð samkvæmt fyrirliggjandi gögnum enda er framkvæmdin hluti af samþykktri fjárhagsáætlun ársins.
 
Gestir
Ragnhildur Jónsdóttir, Björn Imsland
5. 201701041 - Hafnarreglugerð
Bæjarráð samþykkir hafnarreglugerð og vísar henni í lögformlegt ferli.
6. 201702031 - Samningur um ljósritun og hliðstæða eftrigerð í sveitarfélögum
Bæjarráð samþykkir framlagðan samning.
7. 201701070 - Umsögn um nýja reglugerð um eldvarnir og eldvarnareftirlit
Lagt fram til kynningar.
8. 201702030 - Krafa um viðurkenningu á bótaskyldu vegna ólögmætra aðgerðar.
Lagt fram til kynningar.
9. 201702007 - Aðalfundur Samorku 2017
Bæjarráð tilnefnir skipulagsstjóra sem fulltrúa sveitarfélagsins á fundinn.
10. 201701002 - Fundargerðir SASS 2017
Fundargerð nr. 516 lögð fram til kynningar.
516. fundur stj. SASS.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:30 

Til baka Prenta