Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Hornafjarðar - 804

Haldinn í ráðhúsi,
13.03.2017 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Páll Róbert Matthíasson aðalmaður,
Kristján Sigurður Guðnason 1. varamaður,
Ragnheiður Hrafnkelsdóttir 1. varamaður,
Ólöf Ingunn Björnsdóttir fjármálastjóri.
Fundargerð ritaði: Ólöf I. Björnsdóttir, fjármálastjóri


Dagskrá: 
Fundargerð
1. 1703003F - Umhverfisnefnd - 26
Bryndís fór yfir fundargerðina. Umræður um umferðaröryggi í bæjarfélaginu. Umræður um útboð og gjaldskrá sorphirðu- og urðunar.
Fundargerð samþykkt.
 
Gestir
Bryndís Bjarnarson umhverfis- og upplýsingafulltrúi
Almenn mál
2. 201605078 - Unglingalandsmót 2019
Formleg stofnun undirbúningsnefndar vegna unglingalandsmóts 2019

Í undirbúningsnefnd fyrir Unglingalandsmót UMFÍ 2019 skipar bæjarráð forstöðumann íþróttamiðstöðvar, fræðslustjóra, bæjarstjóra, formann USÚ og framkvæmdastjóra UMF Sindra. Einnig óskar bæjarráð eftir tilnefningum í hópinn frá fræðslu- og tómstundanefnd og aðalstjórn Sindra.
Bæjarráð samþykkir að landsmótsnefnd fyrir unglingalandsmót 2019 taki til starfa.
3. 201703029 - Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf.
Fundarboð Lánasjóðs sveitarfélaga lagt fram

Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:20 

Til baka Prenta