Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Heilbrigðis- og öldrunarnefnd - 25

Haldinn í heilsugæslustöð,
22.03.2017 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Lovísa Rósa Bjarnadóttir formaður,
Kristín Hermannsdóttir varaformaður,
Snorri Snorrason aðalmaður,
Snæfríður H. Svavarsdóttir aðalmaður,
Friðþóra Ester Þorvaldsdóttir starfsmaður HSSA,
Ásgerður Kristín Gylfadóttir starfsmaður HSSA,
Matthildur Ásmundardóttir .
Fundargerð ritaði: Matthildur Ásmundardóttir, Framkvæmdastjóri HSU á Hornafirði


Dagskrá: 
Fundargerðir til kynningar
1. 201302035 - Velferðarteymi fundargerðir
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Almenn mál
2. 201703093 - Rekstrarstaða HSU Hornafirði 2017
Reksturinn er í jafnvægi.
3. 201611077 - Stefna HSU Hornafirði 2017
Lagt fram vinnuplagg um verklag vegna endurgerðar stefnu fyrir HSU Hornafirði. Tillagan gerir ráð fyrir að fyrstu drög liggi fyrir í september/október 2017. Gert er ráð fyrir að Heilbrigðis- og öldrunarnefnd haldi utan um stefnumótunarvinnuna.
Stefna_HSSA_2012-2016.pdf
4. 201702058 - Ný heimasíða HSU Hornafirði
Töf hefur orðið á vígslu nýrrar heimasíðu fyrir stofnunina. Ný heimasíða verður að öllum líkindum vígð í lok þessarar eða byrjun næstu viku. Ný slóð á heimasíðuna er www.hsu.hornafjordur.is.
5. 201609013 - Umsókn í Framkvæmdasjóð aldraðra 2017 - Bygging hjúkrunarheimilis
Nú er tilbúin frumkostnaðargreining á viðbyggingu við Skjólgarð. Umsókn verður send til starfsmanns ráðuneytisins þar sem enn hefur ekki verið auglýst eftir styrkumsóknum í Framkvæmdasjóð aldraðra.
6. 201612055 - Fjárhagsáætlun HSU Hornafirði 2017
Fjárframlög til stofnunarinnar fyrir árið 2017 liggja nú fyrir. Útlit er fyrir meira svigrúm í rekstri en áður. Starfsmönnum falið að klára fjárhagsáætlun og leggja fyrir bæjarráð.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:15 

Til baka Prenta