Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Hornafjarðar - 808

Haldinn í ráðhúsi,
10.04.2017 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Sæmundur Helgason formaður,
Páll Róbert Matthíasson aðalmaður,
Ásgerður Kristín Gylfadóttir aðalmaður,
Björn Ingi Jónsson bæjarstjóri,
Ólöf Ingunn Björnsdóttir fjármálastjóri.
Fundargerð ritaði: Ólöf I. Björnsdóttir, fjármálastjóri


Dagskrá: 
Fundargerð
1. 1703015F - Umhverfisnefnd - 27
Farið yfir fundargerð.

Fundargerð samþykkt.
 
Gestir
Bryndís Bjarnarson Upplýsinga- og umhverfisfulltrúi
2. 1703007F - Skipulagsnefnd - 26
Farið yfir fundargerð.

Fundargerð samþykkt.
 
Gestir
Gunnlaugur Róbertsson skipulagsfulltrúi
Almenn mál
3. 201602067 - Útboð á sorphirðingu- og urðun
Farið yfir tilboð í sorphirðu. Alls bárust þrjú tilboð frá Funa ehf., Íslenska Gámafélaginu og Sjónarás. Einnig bárust þrjú frávikstilboð frá Funa ehf. Kostnaðaráætlun og tilboðs tölur má sjá í fylgiskjali með fundargerð. Starfsmanni falið að greina tilboðin og leggja fyrir umhverfisnefnd og bæjarráð.
samanburður tilboða.pdf
 
Gestir
Bryndís Bjarnarson Upplýsinga- og umhverfisfulltrúi
4. 201702060 - Umsögn um útgáfu leyfa nýtt rekstrarleyfi fyrir Ottó B Ólafsson
Bæjarráð mælir ekki með útgáfu leyfisins þar sem reksturinn samræmist ekki skipulagi svæðisins sem er skilgreint sem frístundarsvæði[F6]. Samkvæmt 2. gr. reglugerðar nr. 1277/2016 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald þar sem segir: "Gististað skal aðeins starfrækja í húsnæði sem byggingaryfirvöld hafa samþykkt. Heimagistingu samkvæmt ákvæðum 13. gr. má reka í samþykktu íbúðarhúsnæði en allir aðrir gististaðir að undanskildum orlofshúsum félagasamtaka skulu vera í samþykktu atvinnuhúsnæði til þeirra nota sem fyrirhuguð eru.."
5. 201704017 - Umsögn um útgáfu leyfa tímabundið áfengisleyfi Sindri
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við útgáfu leyfisins.
6. 201702032 - Útboð leikskóla Kirkjubraut 47
Ásgerður K. Gylfadóttir vék af fundi.
Kristján S. Guðnason mætti á fundinn.
Björn Imsland fór yfir vinnu sem hefur verið í gangi frá því málið var síðast rætt í bæjarráði. Kostnaðaráætlun er nú 531.611.745 kr. vegna leiðréttingar á magntölum í utanhússklæðningu. Niðurstaða í viðræðum við tilboðsgjafa á grunni frávikstilboðs er 576.570.639 kr. sem er 8% yfir kostnaðaráætlun. Meirihluti bæjarráðs samþykkir að gengið verði til samninga við Karlsbrekku ehf. á grunni framlagðra gagna.
Kristján S. Guðnason fulltrúi Framsóknarflokksins greiddi atkvæði gegn því að gengið yrði til samninga um verkið.
 
Gestir
Gunnlaugur Róbertsson
Björn Imsland Umsjónar,-eftirlits-og ábyrgðamaður fasteigna
7. 201704024 - Umsókn um lóð: Fákaleira 13
Umsókn Sigurðar Jóns Skúlasonar um lóð Fákaleiru 13

Bæjarráð mælir með úthlutun lóðar til umsækjanda.
8. 201703028 - Kaup á endurlífgunardúkkum
Erindi frá Elínu Freyju Hauksdóttur lækni um kaup á endulífgunardúkkum.
Þetta verkefni ber nafnið "Kids Save Lives". Endurlífgun hefur verið skylda í grunnskólum í Danmörku í nokkur ár, og þegar tölur eru bornar saman, um hversu margir fengu endurlífgun við hjartastopp utan spítala, fyrir og eftir að þetta byrjaði, var niðurstaðan sláandi. En 50% fleiri fengu endurlífgun og þar af leiðandi mun meiri líkur að lifa hjartastoppið af. Keyptar hafa verið 30 endurlífgunardúkkur og kostnaður um 350 þ.kr. Bæjarráð samþykkir að greiða útlagðan kostnað.
9. 201704015 - Ársfundur Stapa 2017
Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:40 

Til baka Prenta