Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Ungmennaráð Hornafjarðar - 25

Haldinn í ráðhúsi,
10.05.2017 og hófst hann kl. 15:00
Fundinn sátu: Ingólfur Ásgrímsson ,
Sandra Rós Karlsdóttir ,
Sigrún Birna Steinarsdóttir ,
Arnar Ingi Jónsson ,
Wiktoria Anna Darnowska ,
Fundargerð ritaði: Herdís I. Waage, Verkefnastjóri skólaskrifstofu


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 201704091 - Erindisbréf Ungmennaráðs 2017
Ræddar voru tillögur að breytingum Erindisbréfs Ungmennaráðs. Ákveðið var að breyta fulltrúum í Ungmennaráði í 7 manns því talið er að betra sé að hafa oddatölu ef kemur til kosninga. Áður var búið að tala um að hafa 8 manns. Einnig var breyting frá fyrri tillögu þar sem ákveðið var að þrír fulltrúar kæmu frá FAS en við fækkum þeim niður í tvo til að koma á móts við oddatöluna. Óskað er einnig eftir þremur varamönnum. Tillögur til breytinga á erindisbréfi samþykkt.
2. 201705031 - Humarhátíð 2017
Fulltrúi ungmennaráðs í Humarhátíðarnefnd er Hafdís Lára. Umræða um hvað unga fólkið vill gera á Humarhátíðinni var rædd en fáar hugmyndir komu upp. Að lokum sættist hópurinn á að reyna að fá plötusnúð/Dj til að koma og halda dansleik fyrir unglingana.
3. 201705032 - Ungmennaþing 2017
Stefnt er að því að halda ungmennaþing hér á Hornafirði í haust. Ákveðið var að halda það aðra vikuna í september. Ungmennaráð mun því starfa óbreytt fram að þingi því kosningar í nýtt ungmennaráð munu fara fram á þinginu. Fulltrúar ungmennaráðs munu því koma að undirbúningi þingsins og undirbúa umræðuefni og annað sem tekið verður fyrir á þinginu. Mælt var með að fá Magga Peran -> Magnús Guðmundsson, tómstundafræðing og starfsmann Amnesty International til að koma sem fyrirlesari.
4. 201701046 - Ungmennahús
Ákveðið var eftir umræður um ungmennahús að ungmennin verði að vera virkari í notkun á Ungmennahúsi. Vera virkari í því að vera með viðburði til að fá unga fólkið til að mæta. Almenn ánægja var með eina undirbúna viðburðinn sem haldinn var í Ungmennahúsi s.l. vetur en þá mættu 16 manns. Það þarf því virka einstaklinga til að hvetja hópinn til að mæta.
5. 201705063 - Umsögn um frumvarp til laga um kosningar til sveitarstjórna(kosningaaldur)190.mál.
Allir nefndarmenn lýsa ánægju sinni á frumvarpi þessu og vonast til að þetta verði að veruleika. Hálft verk þá unnið er með því að fá kosningaaldurinn lækkaðan í 16 ár í sveitarstjórnarkosningum með von um að ekki verði langt í það að aldurinn verði einnig lækkaður fyrir Alþingiskosningar.
6. 201705082 - Samgöngunefnd SASS
Erindisbréf samgöngunefndar SASS var kynnt fyrir fundarmeðlimum. Óskað var eftir málefnalegum umræðum um almennings samgöngur á Suðurlandi. Fáir höfðu skoðun á umræðuefninu sem slíku en flest þeirra nýta sér flug fremur en Strætó. Má þá helst nefna að þau sem greiða í stéttarfélag fá flugmiðann á sama verði og fargjaldið er í strætó fyrir eldri en 18 ára. Tíminn sem fer í ferðalagið er einnig fluginu í vil.
7. 201705083 - Vorfundur og umræðupartý UMFÍ 2017
UMFÍ sendi tilkynningu um þátttöku í umræðupartý sem haldið verður á Hvolsvelli laugardaginn 20. maí. Tvö umræðuefni verða tekin fyrir en þau eru: Forvarnir og þátttaka.
Fundarmönnum fannst tilkynningin berast allt of seint með aðeins 10 daga fyrirvara. Enginn fundarmanna gaf kost á sér til að mæta á þennan viðburð vegna anna.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00 

Til baka Prenta