Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Atvinnumálanefnd - 29

Haldinn í ráðhúsi,
24.05.2017 og hófst hann kl. 14:00
Fundinn sátu: Ragnheiður Hrafnkelsdóttir formaður,
Herdís Ingólfsdóttir Waage varaformaður,
Kristján Sigurður Guðnason aðalmaður,
Erla Rún Guðmundsdóttir aðalmaður,
Árdís Erna Halldórsdóttir embættismaður.
Fundargerð ritaði: Árdís Erna Halldórsdóttir, Atvinnu- og ferðamálafulltrúi
Formaður býður fundarmenn velkomna og setur fund.


Dagskrá: 
Almenn mál
2. 201705018 - Tillögur stjórnar Búnaðarsambands A-Skaft um vinnuhætti vegna refa- og minkaveiða og fjallskil í SVH
Erindi frá Búnaðarsambandi Austur-Skaftafellssýslu um vinnuhætti við fjallskilasamþykkt í A-Skaft lagt fram til kynningar.

Vinna við nýja fjallskilasamþykkt er nú þegar hafin innan Sveitarfélagsins Hornafjarðar og líst atvinnumálanefnd mjög vel á að aðkoma bænda verði eins og lagt er til í tillögu samtakanna.
3. 201704069 - Fjallsárlón - framkvæmdaáætlun vegna verkefna SVH í þjóðlendunni
Atvinnumálanefnd tekur undir bókun frá 28. fundi skipulagsnefndar og leggur áherslu á mikilvægi þess að gönguleið frá þjónustuhúsi verði lagfærð sem fyrst.
4. 201612007 - Endurskoðun á ferðaþjónustukafla Aðalskipulags Hornafjarðar 2012-2030
Drög að ferðaþjónustukafla í aðalskipulag lögð fram til umræðu og kynningar.

Atvinnumálanefnd fagnar vinnu við endurskoðun á ferðaþjónustukafla aðalskipulags og lýsir yfir ánægju með þá greiningarvinnu sem hefur átt sér stað. Umræður sköpuðust um skilgreiningu á landbúnaðarsvæðum og mikilvægi þess að byggð í dreifbýli haldist blönduð.
5. 201609018 - Stefnumótandi stjórnunaráætlun fyrir ferðaþjónustu í hverjum landshluta/Destination management plan (DMP)
Staðan á DMP verkefni kynnt og næstu skref sem eru að mynda vinnuhópa svæðis. DMP vinnuhópur er sá hópur fólks sem kemur að og drífur áfram viðkomandi DMP áætlun. Æskilegt er að
í vinnuhópnum sitji breiður hópur hagaðili, bæði opinberra og einkaaðila. Hópinn skipar markaðsstofa viðkomandi svæðis í samvinnu við tengilið.


Atvinnumálanefnd hvetur áhugasama til að kynna sér þá vinnu sem er framundan varðandi stefnumótandi stjórnunaráætlanir fyrir ferðaþjónustu landshlutanna, sem og að gefa færi á sér í vinnuhópa fyrir svæðið.
6. 201702016 - Cruise Iceland 2017
Atvinnu- og ferðamálafulltrúi kynnir helstu verkefni sem hefur unnið í tengslum við skemmtiferðaskip í Hornafirði undanfarið.

Í sumar eru bókaðar 11 skipakomur í Hornafjarðarhöfn. Eru um tvö skip að ræða, Spitsbergen sem er bókað í þrjú skipti, og Orion sem er bókað í átta skipti.

Atvinnumálanefnd telur komu skemmtiferðaskipa til Hafnar jákvæða og glæða bæinn lífi. Auk þess er stærð þeirra skipa sem hingað koma góð fyrir þá innviði sem svæðið hefur upp á að bjóða. Er skoðun nefndarinnar sú að svæðinu sé betur borgið innan Cruise Iceland samstarfsins en utan þess.
Almenn mál - umsagnir og vísanir
1. 201705041 - Þjóðlendur í sveitarfélaginu Hornafirði
Bæjarráð Hornafjarðar fjallaði um málið á 812. fundi sínum þann 8. maí sl. og vísaði erindinu yfir til atvinnumálanefndar.

Atvinnumálanefnd tekur undir þá bókun bæjarráðs að mikilvægt sé að ræða við alla hlutaðeigandi. Einnig leggur atvinnumálanefnd áherslu á að gætt sé hagsmunum allra samningsaðila þar sem sveitarfélagið hefur gert samninga við þriðja aðila sbr. að Fjallsárlóni.
Lög um náttúruvernd.pdf
Ósk um umsögn sveitarfélagsins vegna þjóðlendu.pdf
Þjóðlendur - yfirlitskort 1-8b.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:15 

Til baka Prenta