Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Hornafjarðar - 814

Haldinn í ráðhúsi,
22.05.2017 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Sæmundur Helgason formaður,
Páll Róbert Matthíasson aðalmaður,
Ásgerður Kristín Gylfadóttir aðalmaður,
Björn Ingi Jónsson bæjarstjóri,
Fundargerð ritaði: Björn Ingi Jónsson, bæjarstjóri


Dagskrá: 
Fundargerðir til staðfestingar
1. 1705003F - Menningarmálanefnd - 28
Farið yfir fundargerð.
Fundargerð samþykkt.
2. 1705005F - Fræðslu- og tómstundanefnd - 32
Farið yfir fundargerð.
Rætt um skóladagatal sameinaðs leikskóla. Skólanefnd samþykkti að skipulagsdagar yrðu fimm og einn námskeiðsdagur.
Sæmundur vakti máls á að það láðist að taka fyrstu skóflustunguna að nýjum leikskóla með viðhöfn. Fræðslustjóri upplýsti að þetta hefði því miður farist fyrir. Búið er að ákveða að hafa viðburð þegar uppbygging hefst.
Ásgerður spurði um mönnunarmál á leikskóla hvernig staðan verði í haust. Vakti hún máls á átakinu "Efling leikskólastigsins". Bæjarráð telur rétt í ljósi stöðunnar að auglýsa í landsmiðlum eftir starfsfólki á leikskólann.
Róbert ræddi um forvarna- og ungmennastarf. Fræðslustjóri upplýsti að unnið er að skoðun á framtíðarfyrirkomulagi og væntanlega lagt fyrir bæjarráð á næsta fundi þess. Rætt um mönnun í Grunnskóla Hornafjarða eitt stöðugildi er ómannað en um
Farið yfir útkomu úr samræmdum prófum. Einnig rætt um skóladagatal og aukna fjarveru nemenda úr skóla vegna leyfistöku.
Fundargerð samþykkt.
 
Gestir
Ragnhildur Jónsdóttir fræðslustjóri
Almenn mál
3. 201608047 - Álaugareyjaklettar
Erindi frá Náttúrustofu Suðausturlands dagsett 9. nóvember. Fjallað er um innviði forns eldfjalls í hjarta bæjarins - Álaugarey á Höfn í Hornafirði. Hugmyndin er að hreinsa jarðveg af hluta af syllum og stöllum. Eftir að klettarnir hafa verið hreinsaðir verður sú jarðfræði er á svæðinu mun skýrari. Einnig verða sett upp skilti sem til fræðslu um mótun þeirra.

Sæmundur Helgason vék af fundi.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að klára að útfæra framkvæmd verkefnisins með Náttúrustofu Suðausturlands. Fjármunir til verksins rúmast innan opinna svæða.
4. 201705121 - Nefnd um stefnu samgöngumála á Suðurlandi
Erindi frá stjórn SASS um skipan nefnd sem koma á með tillögur um samgönguáætlun Suðurlands fyrir árin 2017-2026. Nefndin tók til starfa í maí 2017 og er áætlað að hún ljúki störfum í september n.k., eða fyrir ársfund SASS sem haldinn verður á Selfossi í október n.k. Nefndin kallar hér með eftir upplýsingum frá öllum sveitarfélögunum fimmtán á Suðurlandi, um helstu forgangsverkefni í samgöngumálum 2017-2026. skilafrestur er til og með 29. maí.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu.
5. 201702054 - Samstarf um framtíð húss í landi Hafnarnes
Bæjarráð samþykkir að heimila afnot af húsi í landi Hafnarnes "Míluhúsið" vegna töku kvikmyndarinnar "Hvítur, hvítur dagur" á tímabilunu mars 2018 til loka október 2018.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá samning við Hlyn Pálmason vegna verkefnisins á grunni framkvæmdaráætlunar.
6. 201705117 - Styrkumsókn vegna kvikmyndagerðar "Hvítur, hvítu dagur"
Umsókn verður tekin til meðferðar í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar 2018.
7. 201705124 - Umsókn um styrk fyrir Sjávarútvegsskólann 2017
Bæjarráð telur að umsóknin hefði þurft að koma fyrr fram. Umhugsunarvert er sökum mikillar eftirspurnar ferðaþjónustu til starfskrafta ungs fólks hver þátttaka í verkefninu yrði á svæðinu. Heppilegra væri að tengja slíkt námskeið við þemadaga grunnskólanna.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu hjá bæjarstjóra og fræðslustjóra.
8. 201611094 - Tjaldsvæði á Höfn - Umsóknir vegna afnotaréttar
Lögð hafa verið fram umbeðin gögn. Bæjarráð felur bæjarstjóra að klára undirskrift samnings.
9. 201705099 - Umsókn um lóð Júllatún 21
Umsókn Árdísar Ernu Halldórsdóttur um lóð Júllatúni 21.

Umsóknin var meðal 8 umsókna um lóðina í framhaldi af auglýsingu um lausar lóðir. Var umsókn Árdísar dregin úr innsendum umsóknum.
Bæjarráð mælir með úthlutun lóðar til umsækjanda og vísar málinu til bæjarstjórnar.
10. 201705046 - Umsókn um lóð Júllatún 17
Umsókn Ásgríms Ingólfssonar um lóð Júllatúni 17.

Umsóknin var meðal 13 umsókna um lóðina í framhaldi af auglýsingu um lausar lóðir. Var umsókn Ásgríms dregin úr innsendum umsóknum.
Bæjarráð mælir með úthlutun lóðar til umsækjanda og vísar málinu til bæjarstjórnar.
11. 201705079 - Umsókn um lóð Júllatún 10
Umsókn Tómasar Ásgeirssonar um lóð Júllatúni 21.

Umsóknin var meðal 5 umsókna um lóðina í framhaldi af auglýsingu um lausar lóðir. Var umsókn Tómasar dregin úr innsendum umsóknum.
Bæjarráð mælir með úthlutun lóðar til umsækjanda og vísar málinu til bæjarstjórnar.
12. 201705069 - Lóðaúthlutun: Júllatún 19
Umsókn Ólafar Þórhöllu Magnúsdóttur um lóð Júllatúni 21.

Umsóknin var meðal 2 umsókna um lóðina í framhaldi af auglýsingu um lausar lóðir. Var umsókn Ólafar Þórhöllu dregin úr innsendum umsóknum.
Bæjarráð mælir með úthlutun lóðar til umsækjanda og vísar málinu til bæjarstjórnar.
13. 201705127 - Beiðni um samþykki bæjarráðs v. á sölu á íbúð Víkurbraut 30
Erindi frá Fasteignarsölunni Jaspis vegna sölu á íbúð 0201 að Víkurbraut 30.

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við sölu íbúðarinnar.
14. 201705126 - Beiðni um samþykki bæjarráðs v. sölu á íbúð að Víkurbraut 30
Erindi frá Fasteignarsölunni Jaspis vegna sölu á íbúð 0203 að Víkurbraut 30.

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við sölu íbúðarinnar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:09 

Til baka Prenta