Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Fræðslu- og tómstundanefnd - 44

Haldinn í ráðhúsi,
18.04.2018 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Hjálmar Jens Sigurðsson formaður,
Þóra Björg Gísladóttir varaformaður,
Þórey Bjarnadóttir aðalmaður,
Gunnhildur Imsland aðalmaður,
Sigrún Birna Steinarsdóttir Fulltrúi ungmennaráðs,
Ragnhildur Jónsdóttir .
Fundargerð ritaði: Ragnhildur Jónsdóttir, Fræðslustjóri


Dagskrá: 
Fundargerð
10. 1804004F - Ungmennaráð Hornafjarðar - 33
33. fundargerð Ungmennaráðs lögð fram til kynningar og umræðu.
Fundargerðir til kynningar
9. 201802091 - Velferðarteymi: fundargerðir og mál 2018
Fundargerð no.81 lögð fram til kynningar. Fræðslu- og tómstundanefnd tekur undir hugmyndir velferðarteymis um styrk til heilsueflingar starfsmanna og hvetur bæjarráð til að taka málið til meðferðar.
Almenn mál
1. 201804050 - Hofgarður: skóladagatal leik- og grunnskóla 2018-2019
Skóladagatal Leik- og grunskólans í Hofgarði lagt fram. Fram kom að skólasetning í haust verður seinna en venjan hefur verið vegna húsnæðismála skólastjóra. Samt sem áður næst að halda úti skóla í 180 daga með þéttingu skóladagatalsins. Fræðslu- og tómstundanefnd samþykkir skóladagatal Leik- og grunnskólans í Hofgarði.
Skoladagatal-2018-2019 Leik og Grunnskí Hofg..pdf
 
Gestir
Magnhildur B. Gísladóttir skólastjóri
2. 201803069 - Leikskólar: Erindi frá leikskólastjórum á Austurlandi
Maríanna Jónsdóttir leikskólastjóri, Hera Guðmundsdóttir fulltrúi starfsmanna sitja undir liðum 2 og 3.

Erindi frá leikskólakennurum og stjórnendum leikskóla Austurlandsdeildar 7. deildar, FL og FSL um starfsaðstæður og aðbúnað leikskólakennara tekið til umræðu. Fræðslustjóra og leikskólastjórnendum falið að hafa framkomnar ábendingar að leiðarljósi ekki síst í nýjum leikskóla.
3. 201804052 - Leikskólinn Sjónarhóll: Skóladagatal 2018-2019
Skóladagatal Leikskólans Sjónarhóls lagt fram og samþykkt.
Sjónarhóll skóladagat. 2018-2019 .pdf
4. 201804053 - Skólaakstur: Akstursskrá 2018-2019
Akstursáætlun fyrir skólaárið 2018- 2019 lögð fram og samþykkt með fyrirvara um óbreyttan fjölda nemenda í akstri og óbreytta búsetu.
5. 201804056 - Golfklúbbur Hornafjarðar: Ársskýrsla
Árskýrsla Golfklúbbs Hornafjarðar lögð fram til umræðu en ársreikninginn vantaði. Fram kom að aðsókn barna og ungmenna á námskeið í golfi var góð, börn upp að 13 ára aldri spila frítt á vellinum en ungmenni 13 - 17 ára greiða unglingagjald. Stjórn Golfklúbbsins mun taka Meetoo byltinguna og verklagsreglur um kynferðislega áreitni og ofbeldi til umræðu.
 
Gestir
Sæmundur Helgason og Gísli Páll Björnsson sátu undir þessum lið.
6. 201804049 - Björgunarfélag Hornafjarðar: Ársskýrsla
Árskýrsla Björgunarfélags Hornafjarðar lögð fram til umræðu en ársreikning vantaði. Fram kom að félagsmenn í unglingadeildinni eru um 20. Slysavarnarfélagið Landsbjörg er aðili að Æskulýsðvettvangnum sem er samráðsvettvangur UMFÍ og annara félaga um æskulýðsstarf. Á þeim vettvangi er verið að taka fyrir Metoo byltinguna og verklagsreglur um kynferðislega áreitni og ofbeldi. Björgunarfélag Hornafjarðar hefur aðgang að þeim verklagsreglum og aðgerðaráætlun og fylgir þeim. Fram kom að samningur Björgunarfélagsins við Sveitarfélagið gildir út árið 2018.
 
Gestir
Jens Olsen
7. 201804055 - Umf. Sindri: Ársskýrsla
Árskýrslur aðalstjórnar Umf. Sindra og deilda lagðar fram til kynningar.
Fram kom að iðkendur á námskeiðum eða æfingum hjá Umf. Sindra voru 410 á árinu 2017 skv. skráningum í Nora. Umf. Sindri á 84 ára afmæli þann 1. des. n.k. og stefnir að því að vígja nýja félagsaðstöðu í Landsbankahúsinu þann dag. Aðalstjórn hefur sett sig í samband við ÍSÍ og UMFÍ til að fá leiðsögn í þvi verkefni að útrýma kynferðislegri áreitni og ofbeldi úr íþróttum. Von er á að gefnir verði út skýrir verkferlar frá þeim nú í vor og mun aðalstjórn upplýsa stjórnir, þjálfara og iðkendur um þá. Fram kemur í árskýrslunum að Umf. Sindri leggur metnað sinn í að mennta þá þjálfara sem hafa ekki þjálfaramenntun þegar þeir eru ráðnir. Einnig að samstarf við Austurland um æfingar og leiki í yngri flokkum boltaíþrótta hefur farið vaxandi og er það mikið til vegna þess hve iðkendum í þessum greinum hefur fækkað. Rætt var um fjarveru nemenda úr skólum vegna æfinga- og keppnisferða og mikilvægi upplýsinga milli félagsins og skólanna um skipulag ferða. Fram kom að samningur Umf. Sindra og Sveitarfélagsins gildir til ársloka 2018. Umræður urðu um Nora kerfið.
 
Gestir
Ásgrímur Ingólfsson formaðu Umf. Sindra
Gunnhildur Gísladóttir
8. 201804051 - Grunnskóli Hornafjarðar: Skóladagatal 2018-2019
Þessum lið var frestað til næsta fundar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:15 

Til baka Prenta