Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Fræðslu- og tómstundanefnd - 46

Haldinn í ráðhúsi,
20.06.2018 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Íris Heiður Jóhannsdóttir formaður,
Björgvin Óskar Sigurjónsson varaformaður,
Nejra Mesetovic aðalmaður,
Þóra Björg Gísladóttir aðalmaður,
Hjálmar Jens Sigurðsson aðalmaður,
Steinþór Jóhannsson 2. varamaður,
Kristján Örn Ebenezarson 3. varamaður,
Sigríður Þórunn Þorvarðardóttir 1. varamaður,
Ragnhildur Jónsdóttir .
Fundargerð ritaði: Ragnhildur Jónsdóttir, Fræðslustjóri


Dagskrá: 
Fundargerðir til staðfestingar
3. 1806001F - Ungmennaráð Hornafjarðar - 35
Skipað verður í nýtt ungmennaráð i haust. Fræðslu- og tómstundanefnd tilnefnir einn óháðan fulltrúa sem skal helst vera starfandi á vinnumarkaði. Nefndinni hefur borist eftirfarandi erindi frá Sigríði Þórunni Þorvarðardóttur vegna skipunar í næsta Ungmennaráð:"Ég hef brennandi áhuga á því að halda áfram starfi mínu í Ungmennaráði Hornafjarðar á næsta tímabili og býð mig, krafta mína og reynslu fram til þess"

Fundargerð Ungmennaráðs lögð fram til umfjöllunar. Fræðslu- og tómstundanefnd tilnefnir Sigríði Þórunni Þorvarðardóttur sem fulltrúa nefndarinnar í næsta Ungmennaráð.
Almenn mál
1. 201806038 - Sveitarstjórnarkosnignar 2018 kynning og kjörbréf
Nýr formaður nefndarinnar Íris Heiður Jóhannsdóttir bauð fundarmenn velkomna og óskaði eftir að fá að bæta einu máli um Unglingalandsmót 2019 við á dagskrá fundarins og að það yrði fundarliður nr.8. Fundarmenn samþykktu þessa breytingu.

Bryndís Bjarnason fór yfir samþykktir og reglur sem varða störf kjörinna fulltrúa.
Samþykkt um kjör fulltrúa Sveitarfélagsins Hornafjarðar.pdf
Samþykkt um stjórn og fundarsköp Sveitarfélagsins 2014.pdf
Sidareglur-kjorinna-fulltrua-120412.pdf
2. 201806051 - Yfirlit yfir helstu málaflokka Fræðslu- og tómstundanefndar
Ragnhildur fór yfir erindisbréf fræðslu- og tómstundanefndar og störf nefndarinnar.
Erindisbréf með breytingum.pdf
Lög og reglur.pdf
4. 201711071 - Þrykkjan 2017-2018
Erindi frá Félagsmiðstöðinni Þrykkjunni um að færa samstarf við aðrar félagsmiðstöðvar frá Austurlandi til Suðurlands tekið fyrir. Farið hefur fram umræða meðal notenda Þrykkjunnar um málið. Efnt var til kosninga í 7.-9. bekk þar sem 57 nemendur af 66 kusu og féllu atkvæði þannig að 48 vildu samstarf við Suðurland og 8 halda áfram með Austurlandi. Eitt atkvæði var ógilt. Fræðslu- og tómstundanefnd fagnar lýðræðislegri kosningu um málið og styður að samstarfið færist suður.
5. 201806028 - Skipulag: Skóla-, íþrótta- og útivistarsvæði
Minnisblað fræðslustjóra um vinnuferli málsins lagt fram og tilögur starfshóps frá 2015 ásamt verkefnistillögu frá Alta ráðgjöfum. Formaður nefndarinnar leggur til að stofnaður verði stýrihópur sem heldur utan um skipulag og uppbyggingu íþrótta- og skólasvæðis. Stýrihópurinn hefur samstarf við nefndina, skipulagsstjóra og skipulagsnefnd og aðra ráðgjafa. Lagt er til að sveitarstjórnarframboðin tilnefni 6 fulltrúa, 3 frá Framsóknarmönnum og hin framboðin koma sér saman um þrjá fulltrúa. Aðrir í stýrihópnum verði fulltrúar hagsmunaaðila, einn fulltrúi tilnefndur af aðalstjórn Sindra, einn tilnefndur af aðalstjórn USÚ, skólastjóri Grunnskóla Hornafjarðar og forstöðumaður íþróttamiðstöðvar. Fræðslustjóri leiðir starfið. Lagt er til að allar tilnefningar liggi fyrir á næsta fundi sem verður miðvikudaginn 15.ágúst og þá liggi líka fyrir drög að erindisbréfi fyrir stýrihópinn. Tillaga formanns var samþykkt. Nefndin vísar verkefnistillögu Alta til umfjöllunar og afgreiðslu í bæjarráði.
Vinnuferlið 2014-2018.pdf
Tillögur starfshóps um íþróttamál 2015.pdf
6. 201805132 - Úttekt á læsisstefnu sveitarfélaga og skóla
Fræðslustjóri upplýsti um stöðu mála um læsisstefnu skólanna og sveitarfélagsins.
Kynningarbréf_úttekt á stöðu læssistefna hjá sveitarfélögum og skólum.pdf
Upplýsingar um stöðu máls.pdf
7. 201806027 - Lýðheilsa og forvarnir
Skýrsla Rannsóknar og greiningar um lýðheilsu ungs fólks í 8.-10. bekk lögð fram til kynningar. Í haust verða foreldrar og nemendur upplýstir um niðurstöðu rannsóknarinnar og ræddar aðgerðir sem stuðla að heilbrigðum lífsstíl meðal ungmenna.
8. 201605078 - Unglingalandsmót 2019
Farið var yfir minnisblað fræðslustjóra um þá vinnu sem undirbúningsnefndin hefur unnið vegna Unglingalandsmóts 2019. Íris Heiður býður sig fram sem fulltrúa nefndarinnar í undirbúningnefndina og var það samþykkt.
9. 201806050 - Heimsókn í leikskólann Sjónarhól við Kirkjubraut
Fundinum lýkur með því að fundarmenn fara í skoðunarferð um nýja leikskólann Sjónarhól við Kirkjubraut.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30 

Til baka Prenta