Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Atvinnumálanefnd - 44

Haldinn í ráðhúsi,
09.10.2018 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Erla Þórhallsdóttir formaður,
Erla Rún Guðmundsdóttir varaformaður,
Bjarni Ólafur Stefánsson aðalmaður,
Jörgína Elínbjörg Jónsdóttir aðalmaður,
Sigurður Einar Sigurðsson aðalmaður,
Bryndís Bjarnarson , Árdís Erna Halldórsdóttir embættismaður.
Fundargerð ritaði: Árdís Erna Halldórsdóttir, Atvinnu- og ferðamálafulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
2. 201805083 - Ríki Vatnajökuls 2018
Lögð fram innsend erindi frá Ríki Vatnajökuls ehf., en samstarfssamningur á milli Sveitarfélagsins og Ríkis Vatnajökuls ehf. er í gildi út árið 2018.

Lagt fram erindi Ríki Vatnajökuls ehf. þar sem óskað er endurnýjunar á samningi við Sveitarfélagið Hornafjörð. Umræður sköpuðust um núverandi samning og stefnu félagsins. Atvinnumálanefnd óskar eftir frekari stefnumótun frá félaginu og einnig upplýsingar um hlutfall rekstraraðila í ferðaþjónustu sem eru aðilar í Ríki Vatnajökuls. Samkvæmt upplýsingum frá stjórnarformanni er áformaður fundur með hluthöfum í nóvember þar sem sveitarfélagið mun kalla eftir frekari upplýsingum.
 
Gestir
Guðrún Arna Kristjánsdóttir, stjórnarformaður Ríki Vatnajökuls
3. 201808068 - Fjárhagsáætlun 2019
Lagt fram minnisblað varðandi aukið fjármagn í markaðs- og kynningarmál á vegum Sveitarfélagsins Hornafjarðar.

Minnisblaði vísað til bæjarráðs í áframhaldandi vinnu við fjárhagsáætlun.
4. 201709565 - Matís og matarsmiðjan
Bókun af 868. fundi bæjarráðs þann 10. september sl.: "Matthildur fór yfir drög að samningi við Matarsmiðjuna.
Vísað til áframhaldandi vinnu í atvinnumálanefnd."


Farið yfir drög að samningi við Matís um Matarsmiðjuna. Atvinnumálanefnd felur starfsmanni að vinna áfram að samningi við Matís og leggur áherslu á að vel verði haldið utan um starfsemi Matarsmiðjunnar.
6. 201804111 - Staða á atvinnumarkaði í SVH 2018
Sem fyrr er atvinnulíf á svæðinu í miklum blóma og vöntun á vinnuafli. Samkvæmt samantekt á atvinnumarkaði á svæðinu voru 4 aðilar á atvinnuleysisskrá m.v. ágúst sl. Hefur atvinnulausum fækkað úr 11 manns síðan um áramót. Er þetta um 0,3% af áætluðu vinnuafli á svæðinu, sem telur alls 1391. Hefur atvinnuleysi mælst lágt undanfarna 12 mánuði, en mest farið í 0,8% í nóvember 2017.
Fundargerðir til kynningar
5. 201804010 - Fundargerðir: stjórnar og svæðisráðs Vatnajökulsþjóðgarður 2018
Fundargerðir svæðisráðs Suðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs og stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs lagðar fram til kynningar hjá atvinnumálanefnd.

Fundargerðir lagðar fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00 

Til baka Prenta