Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Almannavarnanefnd - 58

Haldinn í ráðhúsi,
30.01.2019 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Jens Olsen, Friðþóra Ester Þorvaldsdóttir, Finnur Smári Torfason, Kristín Hermannsdóttir, Matthildur Ásmundardóttir, .

Fundargerð ritaði: Matthildur Ásmundardóttir, bæjarstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 201610006 - Samkomulag á milli Sv.Hornafjarðar og Lögreglustjórans á Suðurlandi um framkvæmd almannavarna
Lagt til að gerður verði nýr samningur um starfsmann almannavarna. Góð reynsla hefur verið af starfsmanni Almannavarna í Sveitarfélaginu Hornafirði.
 
Gestir
Björn Ingi Jónsson, verkefnastjóri Almannavarna
Kjartan Þorkelsson, Lögreglustjórinn á Suðurlandi
Eyrún Axelsdóttir, formaður Rauðakross deildar Hornafjarðar
2. 201809077 - Viðbragðsáætlun almannavarnarna
Drög að viðbragðsáætlunum lagðar fram til kynningar. Fundarmönnum bent á að kynna sér efnið og senda inn athugasemdir til bæjarstjóra eða verkefnastjóra almannavarna. Lagt til að viðbragðsáætlun um samfélagsleg áföll verði samþykkt í bæjarstjórn í mars.
3. 201901052 - Öræfajökull og farsótt: Æfing NSR í febrúar 2019
Æfing Neyðarsamstarfs raforkukerfisins, sem fram mun fara þann 28.febrúar 2019. Æfingin er tvíþætt og mun snúast um viðbrögð við eldgosi í Öræfajökli við lágmarksmönnun vegna farsóttar.
Sveitarfélögum er boðin þátttaka í æfingunni. Lögð áhersla á að sveitarfélög taki þátt að því leiti að kortleggja sína innviði og mögulegar aðgerðir. Verkefnastjóri Almannavarna mun senda út upplýsingar til sveitarfélaga um miðjan febrúar. Áhersla lögð á raforkukerfið í þessari vinnu og á að kortleggja áhrif á sveitarfélagið.

Björn Ingi kynnti niðurstöður af fundi með vísindamanna Veðurstofunnar vegna eldfjalla og þróun mála á Svínafellsheiði. Hættumat fyrir Svínafellsheiði mun liggja fyrir í vor. Niðurstaða fundar vísindamanna mánudaginn 28. janúar verður birt á vef Veðurstofunnar.

SASS er að vinna að skipulagi að ráðstefnu um Almannavarnir og Skipulag í samstarfi við Lögregluna á Suðurlandi. Stefnt er að því að ráðstefnan verði haldin í byrjun mars.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30 

Til baka Prenta