Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Skipulagsnefnd - 49

Haldinn í ráðhúsi,
06.02.2019 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Ásgrímur Ingólfsson, Erla Rún Guðmundsdóttir, Trausti Magnússon, Páll Róbert Matthíasson, Sæmundur Helgason, Svandís Perla Snæbjörnsdóttir, Gunnlaugur Róbertsson, .

Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Róbertsson, Skipulagsstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 201812008 - Aðalskipulagsbreyting Háhóll
Tillaga að aðalalskipulagsbreytingu Hjarðanesi/Dilksnesi tekin fyrir. Markmið breytingarinnar er að heimila uppbyggingu verslunar-, veitinga-, gistiaðstöðu ásamt aðstöðu henni tengdri.
Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra að kynna tillögu og senda til athugunar hjá Skipulagsstofnun í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Málinu vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Aðalskipulagsbreyting Háhóll, uppdráttur og greinargerð
2. 201809084 - Aðalskipulagsbreyting: Þétting byggðar á Höfn
Óveruleg aðalskipulagsbreyting vegna þéttingu byggðar í Innbæ tekin fyrir. Breytingin felst í að skilgreina 6 nýjar lóðir undir einbýlishús og eina lóð undir raðhús.
Skipulagsnefnd leggur til að tillagan verði samþykkt og auglýst skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga.
Málinu vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Aðalskipulagsbreyting, þétting byggðar í Innbæ. Uppdráttur og greinargerð
3. 201709404 - Aðalskipulagsbreyting Svínhólar
Ósk um að hefja vinnu við prufuskurði vegna grundunar og heimild til undanþágu fjarlægðar á milli bygginga og vega tekin fyrir.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að vinna við prufuskurði hefjist og felur skipulagsstjóra að senda erindi á Vegagerðina vegna undanþágu á d. lið 5.3.2.5 gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 vegna fjarlægðar á milli bygginga og vega.
Svínhólar Gryfjuplan 20190130 uppfært.pdf
4. 201709115 - Endurskoðun á ferðaþjónustukafla Aðalskipulags Hornafjarðar 2012-2030
Tillaga að breytingu á ferðaþjónustukafla aðalskipulags tekin fyrir. Mikil fjölgun er í ferðum gesta um sveitarfélagið enda eru fjölmargir áhugaverðirstaðir innan sveitarfélagsins. Það er vilji til að bregðast við þeirri fjölgun og styrkja ákveðin svæði þar sem umferð er mest, samhliða því að efla ný svæði til að taka við meiri fjölda ferðafólks. Þá er æskilegt að endurskilgreina heimildir til uppbyggingar aðstöðu á landbúnaðarlandi og óbyggðum svæðum, í tengslum við ferðaþjónustu til að hafa betri yfirsýn yfir þjónustu við ferðafólk á svæðinu og bæta upplýsingagjöf og öryggi fólks á ferð um svæðið.
Farið yfir drög að breytingu. Skipulagsstjóra falið að uppfæra drög í samræmi við minnispunkta og umræður á fundi.
5. 201807018 - Aðalskipulagsbreyting Hellisholt
Tillaga að aðalskipiulagsbreytingu Hellisholti tekin fyrir. Markmið breytingarinnar er að heimila uppbyggingu gistingar og aðstöðu í landi Hellisholts. Breytingin hefur fengið yfirferð Skipulagsstofnunar og búið er að bregðast við athugasemdum.
Skipulagsnefnd leggur til að breytingin verði kynnt og auglýst í samræmi við 30. og 31. gr. skipulagslaga.
Málinu vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Aðalskipulagsbreyting Hellisholt, uppdráttur og greinargerð
6. 201901141 - Deiliskipulag Hellisholt
Tillaga að deiliskipulagi Hellisholti tekin fyrir. Deiliskipulagið tekur til uppbyggingar ferðaþjónustu og íbúðarhúss ásamt aðkomu að svæðinu frá þjóðvegi. Samhliða deiliskipulaginu er unnin aðalskipulagsbreyting fyrir svæðið.
Skipulagsnefnd leggur til að tillagan verði kynnt og auglýst í samræmi við 40. og 41. gr. skipulagslaga.
Málinu vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Deiliskipulag Hellisholt uppdráttur og greinargerð.pdf
7. 1808052 - Deiliskipulag Seljavellir III
Tillaga að deiliskipulagi Seljavöllum III tekin fyrir. Markmið deiliskipulagsins er að styrkja frekari uppbyggingu og framtíðarbúsetu á Seljavöllum III, með því að; heimila uppbyggingu gistiþjónustu og búsetúrræða fyrir vinnuafl á bænum og bæjunum í kring, heimila stækkun núverandi atvinnuhúsnæðis, heimila fjölgun einbýlishúsa og heimila skógrækt.

Skipulagsnefnd leggur til að tillagan verði kynnt og auglýst í samræmi við 40. og 41. gr. skipulagslaga.
Málinu vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Deiliskipulag Seljavellir III, uppdráttur og greinargerð
8. 201803088 - Deiliskipulag Mjólkurstöðin
Tillaga að deiliskipulagi við Mjólkurstöðina tekin fyrir. Markmið deiliskipulagsins er að heimila stækkun á gistiheimilinu Milk Factory. Lóðin Dalbraut 2 er 4.315 m² að stærð. Á lóðinni er rekið gistiheimili fyrir 46 manns í 17 herbergjum. Núverandi bygging er 666 m². Heimilt er að stækka núverandi byggingu um allt að 4.000 m². Ný bygging getur verið á tveimur hæðum ásamt kjallara. Mænishæð getur verið allt að 8,0 m m.v. gólfkóta jarðhæðar. Mænisstefna er frjáls. Nýtingarhlutfall getur verið allt að 1,55.
Engar umsagnir bárust sem kalla á breytingar á uppdrætti eða í greinargerð.

Skipulagsnefnd leggur til að deiliskipulagið sé samþykkt í samræmi við 41. gr. skipulagslaga.
Málinu vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Deiliskipulagstillaga Mjólkurstöðin
9. 201812011 - Breyting á deiliskipulagi, tengivirki í Öræfum
Breyting á deiliskipulagi Tengivirki í Öræfum tekin fyrir. Breytingin er gerð þar sem fyrirhugaður byggingarreitur er færður auk þess sem bert verður ráð fyrir nýju raflínumastri. Einnig verða gerðar tvær lóðir innan skipulagssvæðis í stað einnar skv. gildandi skilmálum. Breytingin hefur verið grenndarkynnt í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga, engar athugasemdir bárust.
Málinu vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Deiliskipulagsbreyting tengivirki í Öræfum - Uppdráttur og greinargerð
10. 201901123 - Ósk um breytingu á deiliskipulagi Jökulsárlón
Ósk um að hefja breytingu á deiliskipulagi að Jökulsárlóni tekin fyrir. Forsendur breytingarinnar eru þær öru breytingar sem hafa átt sér á svæðinu frá því að núverandi deiliskipulag tók gildi. Helstu breytingar eru fjölgun ferðamanna, úr 340.000 gestum á ári árið 2014, í tæpa 840.000 gesti árið 2018. Einnig eru breyttar forsendur til skipulagsmála á svæðinu í ljósi þess að jörðin Fell og nærliggjandi þjóðlendur urðu hluti af Vatnajökulsþjóðgarði sumarið 2017.
Skipulagsnefnd leggur til að heimila vinnu við breytingu á deiliskipulagi að Jökulsárlóni í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
Málinu vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
11. 201902024 - Framkvæmdaleyfi varnargarður við Hólmsá
Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna nýs varnargarðs í Hólmsá tekin fyrir. Varnargarðurinn er um 1,6-2,1 m hár, með 4 m breiðu yfirborði og fláum 1:2 sem verður rofvarinn ármegin.
Fyllingarefni í varnargarðinn er um 9.300 m3, þar af er gert ráð fyrir að taka um 2.200 m3 úr skeringu fyrir grjóttá rofvarnar framan við garðinn og um 7.200 m3 úr skeringu bak við garðinn á um 25-30 m breiðu svæði í um 0,5 m þykku lagi.
Framkvæmdin felur undir flokk C í samræmi við 1. viðauka í lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000.

Skipulagsstjóra falið að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við umsókn.
Ákvörðun um hvort framkvæmd falli í flokk C skv. 1. viðauka í lögum um mat á umhverfisáhrifum vísað til bæjarstjórnar.
12. 1810089 - Fyrirspurn um breytingu á lóð: Hagaleira 14
Grenndarkynning vegna byggingar parhúss að Hagaleiru 14 hefur farið fram skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Engar athugasemdir bárust.
Málinu vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
13. 201901129 - Byggingaleyfisumsókn: Leiti Rósalundur 1, einbýlishús
Byggingarleyifisumsókn vegna tveggja hæða timburhúss að Leiti tekin fyrir. Ekki er til deiliskipulag sem nær yfir svæðið.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við framkvæmdina og telur ekki þörf á grenndarkynningu þar sem langt er í næstu grennd. Öll frekari uppbygging skal vera skv. deiliskipulagi.
14. 201902015 - Byggingarleyfisumsókn: Mánabraut 6 - breyting og viðbygging
Byggingarleyfisumsókn vegna 25 m² viðbyggingar að Mánabraut 6 tekin fyrir. Ekki er til deiliskipulag sem nær yfir svæðið.
Ingólfur vék af fundi undir þessum lið.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við framkvæmdina og felur skipulagsstjóra að grenndarkynna skv. 44. gr. skipulagslaga.
15. 201901149 - Áform um uppbyggingu tjaldsvæðis í Haukafelli
Áform um uppbyggingu tjaldsvæðis fyrir kúlutjöld ásamt þjónustubyggingu í Haukafelli tekin fyrir.
Ásgrímur tók aftur sæti á fundi.
Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið en óskar eftir staðfestingu frá stjórn Skógræktarfélagsins.
16. 201901118 - Göngustígar innan þéttbýlis Hafnar
Útfærslur vegna mögulegra göngu- og hjólastíga innan Hafnar ræddar. Málinu frestað þangað til niðurstöður úr skoðunarkönnun í Norræna samstarfsverkefni liggja fyrir.
17. 201709224 - Norrænt samstarfsverkefni um sjálfbæra bæi.
Hugrún Harpa og Bartosz kynntu verkefnið.
18. 1901098 - Bílastæði fyrir afþreyingarfyrirtæki á Höfn
Ósk um afnot af lóð vegna bílastæða undir bifreiðar í ferðaþjónustu tekin fyrir.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið og leggur til að leyfið gildi til 1. júní 2019.
19. 201806055 - Hönnun: Fráveita, götur og gangstéttir Hafnarbraut
Hönnunarundirbúningur vegna framkvæmda við Hafnarbraut er yfirstandandi.
Starfsmanni falið að vinna áfram í málinu.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:20 

Til baka Prenta