Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Ungmennaráð Hornafjarðar - 40

Haldinn í ráðhúsi,
13.02.2019 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Svandís Perla Snæbjörnsdóttir ,
Arndís Ósk Magnúsdóttir ,
Sigríður Þórunn Þorvarðardóttir ,
Ingunn Ósk Grétarsdóttir ,
Íris Mist Björnsdóttir ,
Birkir Snær Ingólfsson ,
Hermann Þór Ragnarsson ,
Sóley Lóa Eymundsdóttir ,
Herdís Ingólfsdóttir Waage .
Fundargerð ritaði: Herdís I. Waage, Tómstundafulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 201902017 - Umsögn um frumvarp til laga um kosningar til sveitarstjórna (kosningaaldur) 356.mál - 201902017
Ungmennaráð ítrekar fyrri bókun sína frá fundi ungmennaráðs 10. janúar 2018 en þar segir:"Allir nefndarmenn lýsa ánægju sinni á frumvarpi þessu og vonast til að þetta verði að veruleika. Hálft verk þá unnið er með því að fá kosningaaldurinn lækkaðan í 16 ár í sveitarstjórnarkosningum með von um að ekki verði langt í það að aldurinn verði einnig lækkaður fyrir Alþingiskosningar".
Rödd ungs fólks skiptir máli því við erum einnig hluti af þessu samfélagi og höfum rétt á því að taka þátt.
Umsögn um frumvarp til laga 356. mál 2019.pdf
2. 201902022 - Ungmennahús 2019
Ungmennahús. Hvað er til ráða til að fá ungmenni til að sækja staðinn?

Húsnæði Þrykkjunnar félagsmiðstöðvar hefur staðið ungu fólki á aldrinum 16 - 25 ára til boða öll þriðjudags- og fimmtudagskvöld. Lítil sem engin þátttaka hefur verið í húsinu þessi kvöld og telja margir það vera vegna upplýsingaleysis. Að ungt fólk viti ekki að því að þau geti mætt í svokallað ungmennahús til að spila,spjalla eða horfa á myndir og átt sér samastað. Ungmennaráð ásamt nemendaráði FAS munu setja upp auglýsingar í FAS til að auglýsa opnunartíma ungmennahúss og reyna að hvetja til þátttöku ásamt því að nýta húsið til frekari viðburða. Þess ber þó að geta að ungmennahús er með öllu vímuefnalaust og engar unantekningar leyfðar.
3. 201902021 - Ungt fólk og lýðræði (2019)
Tíunda ráðstefna UMFÍ Ungt fólk og lýðræði verður haldin dagana 10. - 12. apríl í Borgarnesi. Einkunnarorð ráðstefnunnar eru: Betri ég!Hvernig get ég verið besta útgáfan af sjálfum mér?
Ungmennaráði Hornafjarðar stendur til boða að senda tvo fulltrúa á ráðstefnuna. Fyrstur kemur - fyrstur fær!
4. 201805023 - Umhverfisverkefni ungmennaráðs
Umhverfisverkefni ungmennaráðs snýr að veitingastöðum í sveitarfélaginu. Ungmennaráð fer af stað að kynna verkefnið fyrir þeim er málið varðar þann 18.febrúar n.k. Þarna er á ferð jákvæð og skemmtileg könnun sem gaman er að taka þátt í.
5. 201902023 - Önnur mál ungmennaráðs
Tveimur fulltrúum ungmennaráðs Hornafjarðar stendur til boða sæti í ungSASS þegar fulltrúum verður skipt út í vor. Ákveðið var að leggja þessa umræðu fyrir strax svo fulltrúar fái umhugsunarfrest.

Heimasíða ungmennaráðs Hornafjarðar verður opnuð í næstu viku og verður slóðin auglýst m.a. á heimasíðu sveitarfélagsins. Metnaðarfull síða þar á ferð þar sem hægt er að setja inn viðburði og sjá hvað er á döfinni í sveitarfélaginu. Þar verður hægt að senda inn fyrirspurnir o.fl. Síðan er einnig upplýsingasíða þar sem hægt er að fylgjast með vinnu og verkefnum ungmennaráðs.



Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00 

Til baka Prenta