Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Hornafjarðar - 887

Haldinn í ráðhúsi,
04.02.2019 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Erla Þórhallsdóttir formaður,
Björgvin Óskar Sigurjónsson varaformaður,
Páll Róbert Matthíasson varamaður,
Sæmundur Helgason áheyrnarfulltrúi,
Bryndís Bjarnarson upplýsinga- og umhverfisfulltrúi, Matthildur Ásmundardóttir bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Bryndís Bjarnarson, upplýsinga- og umhverfisfulltrúi


Dagskrá: 
Fundargerð
1. 1901008F - Almannavarnanefnd - 58
Fundargerð samþykkt.
Almenn mál
2. 201901140 - Áhaldahús, starfsmannamál
Ósk um aukin stöðugildi í Áhaldahúsi.

Bæjarráð samþykkir að auka stöðugildi um eitt árið 2019.
Fjármagn tekið af rekstarafgangi ársins og vísað í gerð viðauka.
 
Gestir
Gunnlaugur Róbertsson skipulagsstjóri
3. 201811038 - Stöðuleyfi: Umsókn um kofa/hýsi á torgi við Gömlubúð
Vísað til umfjöllunar í atvinnumálanefnd.
4. 201810088 - Stöðuleyfisumsókn: fyrir matarvagn á móts við Gömlubúð
Vísað til umfjöllunar í atvinnumálanefnd.
5. 201901133 - Boðun á XXXlll.landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga
Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga verður haldið 29. mars á Grand hóteli í Reykjavík.

Lagt fram til kynningar.
Fulltrúar sveitarfélagsins ásamt bæjarstjóra eru Ásgerður K. Gylfadóttir og Páll Róbert Matthíasson.
Boðun XXXIII. landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga.pdf
6. 201902005 - Íbúðarhúsnæði í eigu sveitarfélagsins
Bæjarráð óskar eftir upplýsingum um leiguverð íbúða sveitarfélagsins.
7. 201902003 - Loftlagsverkefni - Mælingar
Bæjarráð óskar eftir kynningu á gagnagreiningu frá fyrirtækinu Klappir á næsta fundi.
8. 201805097 - Ósk eftir viðræðum um vatnstankinn á Fiskhól
Erindi frá Magnúsi Guðjónssyni og Ragnari Péturssyni þar sem óskað er eftir að fá að leigja eða kaupa vatnstankinn á Fiskhóli.

Bæjarstjóra falið að afla upplýsinga um núverandi stöðu vatnstanksins.
9. 201901144 - Umsókn um lóð:Fákaleira 10 a
Umsókn Níels Brimars Jónssonar um lóð að Fákaleiru 10 c lögð fram.


Bæjarráð mælir með úthlutun lóðar og vísar málinu til afgreiðslu í bæjarstjórn.
10. 201901130 - Umsögn um útgáfu leyfa: Þorrablót eldri borgara:
Erindi Sýslumannsins á Suðurlandi dags. 28. janúar um tækifærisleyfi í Sindrabæ frá Félagi eldri borgara.

Lagt fram til kynningar.
Bæjarráð hefur nú þegar afgreitt leyfið í gegn um tölvupóst.

11. 201901095 - Samþykkt um stjórn og fundarsköp sveitarfélagsins Hornafjarðar 2019
Starfsmanni falið að vinna að erindisbréfum fyrir almannavarnarnefnd, umhverfis- og skipulagsnefnd og atvinnu- og menningarmálanefnd.
Samþykktunum vísað til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
12. 201901142 - Kynning 15.febrúar: Sveitarfélög og heimsmarkmið
Erindi frá forsætisráðuneytinu dags. 28. janúar, þar sem kynnt eru heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Sveitarfélög eru hvött til að senda fulltrúa sína á kynningarfund um heimsmarkmiðin og innleiða þau í starfi sínu til að skapa betra líf og umhverfi fyrir okkur öll.

Lagt fram til kynningar.
Sveitarfélögin og heimsmarkmiðin.pdf
13. 201901146 - Fundargerð: stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga 2019
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 867.pdf
14. 201902010 - Umsókn um styrk
Erindi frá Þórdísi Imsland þar sem hún óskar eftir styrk frá sveitarfélaginu vegna þátttöku í Söngvakeppni sjónvarpsins.

Bæjarráð samþykkir að styrkja Þórdísi um 50 þúsund kr. upphæðin verði tekið af óráðstöfuðu.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00 

Til baka Prenta