Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Hornafjarðar - 888

Haldinn í ráðhúsi,
11.02.2019 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Erla Þórhallsdóttir formaður,
Björgvin Óskar Sigurjónsson varaformaður,
Páll Róbert Matthíasson aðalmaður,
Sæmundur Helgason áheyrnarfulltrúi,
Bryndís Bjarnarson upplýsinga- og umhverfisfulltrúi, Ólöf Ingunn Björnsdóttir fjármálastjóri.
Fundargerð ritaði: Bryndís Bjarnarson, Upplýsinga- og umhverfisfulltúi


Dagskrá: 
Fundargerðir til staðfestingar
1. 1901015F - Skipulagsnefnd - 49
Máli nr. 12. fyrirspurn um breytingu á lóð: Hagaleira 14 1810089 vísað aftur til afgreiðslu í skipulagsnefnd.
Fundargerðin samþykkt að öðru leyti.
2. 1901013F - Umhverfisnefnd - 48
Fundargerðin samþykkt.
Almenn mál
3. 201809065 - Málefni sláturhúss á Höfn
Hermann og Eiríkur gerðu grein fyrir rekstaráætlun vegna sláturhúss og aðkomu sveitarfélagsins að rekstri sláturhúss.

Bæjarráð er jákvætt fyrir samstarfi við Sláturfélagið Búa.
4. 201902003 - Loftlagsverkefni - Mælingar
Starfsmanni falið að fá tilboð frá Klöppum á kerfi til mælinga á orkunotkun sveitarfélagsins.
 
Gestir
Þorsteinn Svanur Jónsson frá Klöppum
5. 201902036 - Styrkir bæjarráðs
Bæjarráð samþykkir að veita eftirfarandi aðilum styrki fyrir árið 2019.
Fuglaathugunarstöð 200.000.
Hollvinir Hornafjarðar 0.
Skógræktarfélag A. -Skaftafellssýslu 275.000.
Hirðingjarnir 125.000.
Umhverfissamtök A- skaft 100.000.
Vírdós 100.000.
785 FHM ehf. 125.000.
Björgunarsveitin Kári 475.000.
Lionsklúbbur Hornafjarðar 100.000.
Afhending styrkja fer fram þann 8. mars í Nýheimum.
6. 201902031 - Umsókn um lóð: Fákaleira 11-13
Umsókn Mikaels ehf. um lóð að Fákaleiru 11 og 13 lögð fram.

Bæjarráð mælir með úthlutuninni og vísar málinu til afgreiðslu í bæjarstjórn.
7. 201901095 - Samþykkt um stjórn og fundarsköp sveitarfélagsins Hornafjarðar 2019
Bæjarráð vísar samþykktum um stjórn og fundarsköp Sveitarsfélagsins Hornafjarðar til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
8. 201902034 - Erindisbréf atvinnu- og menningarmálanefndar
Vísað til atvinnumálanefndar og menningarmálanefndar til umsagnar.
9. 201902033 - Erindisbréf umhverfis- og skipulagsnefndar
Vísað til umhverfisnefndar og skipulagsnefndar til umsagnar.
10. 201902035 - Erindisbréf almannavarnarnefndar
Vísað til almannavarnarnefndarmanna til umsagnar.
11. 201901124 - Ósk um nýtt örnefni: Heinabergslón og Hoffelslón
Erindi frá Vatnajökulsþjóðgarði fyrir hönd landeigenda Hoffells og Miðfells dags. 24. janúar. Óskað er eftir að lónið framan við Hoffellsjökul milli Geitafells og Öldutanga fái formlega nafnið Hoffellslón sem er nafnið sem það gengur undið í daglegu tali. Jafnframt er óskað eftir að lónið framan við Heinabergsjökul fái formlega nafið Heinabergslón sem er nafið sem það gengur undir í daglegu tali.

Bæjarráð samþykkir örnefnin Hoffellslón og Heinabergslón.
Vísað til starfsmanna að vinna áfram að málinu skv. lögum um örnefni nr. 22/2015.
Hoffellslón, örnefni.pdf
Heinabergslón, örnefni.pdf
12. 201810060 - Fyrirspurn um kostnað v.Ice lagoon ehf
Erindi frá lögmanni Ice lagoon ehf. þar sem óskað er eftir upplýsingum um kostnað sveitarfélagsins vegna lögmannsþjónustu vegna aðgerða og tilrauna til stöðvunar atvinnurekstar Ice Lagoon ehf.

Bæjarstjóra og lögmanni sveitarfélagsins falið að svara erindi lögmanns Ice lagoon ehf.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00 

Til baka Prenta