Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarstjórn Hornafjarðar - 259

Haldinn í ráðhúsi,
14.02.2019 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Ásgerður Kristín Gylfadóttir aðalmaður,
Ásgrímur Ingólfsson Forseti,
Erla Þórhallsdóttir 1. varaforseti,
Björgvin Óskar Sigurjónsson aðalmaður,
Páll Róbert Matthíasson 2. varaforseti,
Sæmundur Helgason aðalmaður,
Bryndís Hólmarsdóttir aðalmaður,
Bryndís Bjarnarson upplýsinga- og umhverfisfulltrúi, Ólöf Ingunn Björnsdóttir fjármálastjóri.
Fundargerð ritaði: Bryndís Bjarnarson, upplýsinga- og umhverfisfulltrúi


Dagskrá: 
Fundargerðir til staðfestingar
1. 1901006F - Bæjarráð Hornafjarðar - 884
Bryndís Hólmarsdóttir tók til máls undir 7. lið lýsing á leiksvæði.
Fundargerð samþykkt.
2. 1901012F - Bæjarráð Hornafjarðar - 885
Sæmundur Helgason tók til máls undir 3.lið malbikunarframkvæmdir og 1. lið, fundargerð menningarmálanefndar, Miklagarð.
Til andsvars kom Ásgerður K. Gylfadóttir.
Fundargerð samþykkt.
3. 1901014F - Bæjarráð Hornafjarðar - 886
Páll Róbert Matthíasson tók til máls undir 5. lið, Norrænt samstarf um norræna bæi og lagði fram eftirfarndi bókun D- lista.
"Um er að ræða frábært verkefni sem gefur bæjarbúum tækifæri á að hafa áhrif á sitt nærumhverfi með sjálfbærni að leiðarljósi. Íbúalýðræði spilar stórt hlutverk í verkefninu. Stefnt er að rafrænni skoðunarkönnun meðal íbúa sem fer vonandi í loftið á vormánuðum og þar geta þátttakendur komið sínum skoðunum og óskum á framfæri. Og mig langar að hvetja alla að taka þátt í þessu verkefni svo við fáum fram raunverulegan vilja íbúanna."
Ásgerður tók til máls undir 2. lið, fundargerð fræðslunefndar, 5. lið, ungmennaráð og undir 3. lið, undir 2. lið, undirbúningur byggingar nýs hjúkrunarheimilis.
Fundargerð samþykkt.
4. 1902001F - Bæjarráð Hornafjarðar - 887
Sæmundur tók til máls undir 7. lið, loflagsverkefni, mælingar.
Fundargerð samþykkt.
5. 1902002F - Bæjarráð Hornafjarðar - 888
Sæmundur tók til máls undir 2. lið, fundargerð umhverfisnefndar, 2. lið, staða sorpmála. Til andsvars Ásgerður K.
Páll Róbert tók til máls undir 5. lið, styrkir bæjarráðs og bókaði eftirfarandi. "Á fundi bæjarráðs no. 888 var úthlutað styrkjum bæjarráðs. þar voru 9 aðilar sem sóttu um styrki fyrir um 6,2 millj.
Allt voru þetta góðar og gildar umsóknir en þar sem fjárheimildir bæjarráðs eru 1,5 millj. var úr vöndu að ráða en við gerðum okkar besta
til að gleðja sem flesta.

Það sem mér fannst samt furðulegast við þessa úthlutun var að sjá umsókn frá Fuglaathugunarstöð Suðausturlands, sem er fyrir löngu búin að sanna mikilvægi sitt á þeim tæpu 14 árum síðan hún var stofnuð. Í fylgigögnum með umsókninni er farið yfir þau fjölmörgu verkefni sem unnin eru.
Þessir 2 starfsmenn sem hafa borið þetta starf uppi, að stórum hluta í sjálfboðastarfi, þurfa að koma skríðandi og sækja um styrk á hverju ári uppá von og óvon, og vita aldrei fyrirfram hvað hægt er að framkvæma á komandi ári.
Samt er ég eiginlega alveg viss um að við öll sem hér erum viljum hafa þessa starfsemi, við viljum ekki að hún leggist af.
Og því spyr ég, af hverju gerum við ekki styrktasamning stöðina til nokkurra ára í senn, eins og gert er við fjölmörg félagasamtök í þessu sveitarfélagi. Það myndi renna stoð undir reksturinn að vita fyrirfram um að hluti rekstrarins væri tryggður.

Ég ætla því að nota þetta tækifæri og leggja fram tillögu um að bæjarstjórn ákveði að gera samning við fuglaathugunarstöðina fyrir næsta ár, til nokkurra ára, og geri ráð fyrir því í næstu fjárhagsáætlun."

Til andsvars kom Ásgerður K. Gylfadóttir, lagði til að tillögunni yrði vísað til bæjarráðs. Til andsvars kom Páll Róbert samþykkti að tillögunni yrði vísað til bæjarráðs og fyrri tillögu hans yrði vísað frá.
Forseti bar upp að tillögunni yrði vísað til bæjarráðs.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
Fundargerð samþykkt með sjö atkvæðum.
6. 1901005F - Bæjarstjórn Hornafjarðar - 258
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Almenn mál
7. 201901095 - Samþykkt um stjórn og fundarsköp sveitarfélagsins Hornafjarðar 2019
Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 11. febrúar að vísa breytingum á samþykktum sveitarfélagsins til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Forseti kynnti tillögu að breytingum á Samþykkt um stjórn og fundarsköp Sveitarfélagsins Hornafjarðar sem hefur verið tekin til endurskoðunar með hliðsjón af stefnu meirihlutans.
Þær efnislegu breytingar sem lagðar eru til varða grein 48 í samþykktunum. Atvinnumálanefnd og menningarmálanefnd verða sameinaðar og umhverfisnefnd og skipulagsnefnd verða einnig sameinaðar. Í sömu grein er bætt við kafla um undirnefndir, en þær eru ungmennaráð, öldungaráð og gjafa- og minningarsjóður Skjólgarðs.


Sæmundur E- lista bókaði að hann er á móti því að sameina umhverfisnefnd og skipulagsnefnd.
Páll Róbert tók undir bókun Sæmundar. Til andsvars kom Ásgerður.
Einnig til andsvars Ólöf I. Björnsdóttir.
Sæmundur tekur til máls öðru sinni.
Erla Þórhallsdóttir tók við fundarstjórn.
Til andsvars Ásgrímur Ingólfsson.
Ásgrímur tók við stjórn fundarinns.
Forseti lagði til að bæjarstjórn samþykki breytingar á samþykktum sveitarfélagsins og vísi þeim í aðra umræðu í bæjarstjórn.
Samþykkt með fjórum atkvæðum B- lista, á móti voru Sæmundur E- lista, Páll Róbert og Bryndís D- lista.
8. 201809084 - Aðalskipulagsbreyting: Þétting byggðar á Höfn
Björgvin gerði grein fyrir óverulegri breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins 2012 -2020 vegna þéttingar byggðar í innbæ við Hríshól. Breytingin felst í að skilgreina sex nýjar lóðir undir einbýlishús og eina lóð undir raðhús.
Áætlað er að breytingin hafi lítil áhrif á nærliggjandi byggð. Björgvin lagði til að bæjarstjórn samþykki fyrirliggjandi óverulega breytingu á aðalskipulagi og vísi þeim í lögformlegt ferli skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.


Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
Óveruleg breyting á aðalskipulagi, gátlisti.pdf
Aðalskipulagsbreyting, þétting byggðar í Innbæ. Uppdráttur og greinargerð.pdf
9. 201812008 - Aðalskipulagsbreyting Háhóll
Björgvin greindi frá breytingartillögu á aðalskipulagi sveitarfélagsins við Háhól Hjarðarnesi/Dilknesi.
Markmið breytinganna er að heimila uppbyggingu verslunar-, veitinga- og gistiaðstöðu ásamt aðstöðu henni tengdri.
Lagði til að bæjarstjórn samþykki breytingartillöguna og vísi henni í lögformlegt ferli skv. 30. gr. skipulagslaga.


Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
Aðalskipulagsbreyting Háhóll, uppdráttur og greinargerð.pdf
10. 201807018 - Aðalskipulagsbreyting Hellisholt
Björgvin gerði grein fyrir breytingu á aðalskipulagi við Hellisholt. Markmið breytingarinnar er að heimila uppbyggingu gistingar og aðstöðu í landi Hellisholts. Breytingin hefur fengið yfirferð Skipulagsstofnunar og búið er að bregðast við athugasemdum. Lagði til að bæjarstjórn samþykki fyrirliggjandi óverulega breytingu á aðalskipulagi og vísi þeim í lögformlegt ferli skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga.


Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
Aðalskipulagsbreyting Hellisholt, uppdráttur og greinargerð.pdf
11. 201901141 - Deiliskipulag Hellisholt
Björgvin gerði grein fyrir deiliskipulagstillögu fyrir Hellisholt. Deiliskipulagið tekur til uppbyggingar ferðaþjónustu og íbúðarhúss ásamt aðkomu að svæðinu frá þjóðvegi. Samhliða deiliskipulaginu er unnin aðalskipulagsbreyting fyrir svæðið og verður deiliskipulagstillagan auglýst samhliða því. Lagði til að bæjarstjórn samþykki deiliskipulagstillöguna og vísi henni í lögformlegt ferli skv. 40. og 42. gr. skipulagslaga.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
Deiliskipulag Hellisholt uppdráttur og greinargerð.pdf
12. 1808052 - Deiliskipulag Seljavellir III
Björgvin gerði grein fyrir deiliskipulagstillögu fyrir Seljavelli. Markmið deiliskipulagsins er að styrkja frekari uppbyggingu og framtíðarbúsetu á Seljavöllum III, með því að; heimila uppbyggingu gistiþjónustu og búsetuúrræða fyrir vinnuafl á bænum og bæjunum í kring, heimila stækkun núverandi atvinnuhúsnæðis, heimila fjölgun einbýlishúsa og skógrækt.
Lagði til að bæjarstjórn samþykki deiliskipulagstillöguna og vísi henni í lögformlegt ferli skv. 40. og 41. gr. skipulagslaga.


Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
Deiliskipulag Seljavellir III, uppdráttur og greinargerð.pdf
13. 201803088 - Deiliskipulag Mjólkurstöðin
Björgvin gerði grein fyrir að deiliskipulagstillagan hefur verið í kynningu og að engar athugasemdir bárust.
Markmið deiliskipulagsins er að heimila stækkun á gistiheimilinu Milk Factory.
Lagði til að bæjarstjórn samþykki nýtt deiliskipulag við Mjólkurstöðina og vísi því í lögformlegt ferli skv. 42. gr. skipulagslaga.


Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
Mjolkurstodin.pdf
14. 201812011 - Breyting á deiliskipulagi, tengivirki í Öræfum
Björgvin greindi frá að breytingin felist í því að fyrirhugaður byggingarreitur er færður auk þess sem gert verður ráð fyrir nýju raflínumastri. Einnig verða gerðar tvær lóðir innan skipulagssvæðis í stað einnar skv. gildandi skilmálum. Breytingin hefur verið grenndarkynnt í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga, engar athugasemdir bárust.
Lagði til að bæjarstjórn samþykki fyrirhugaða breytingu á deiliskipulagi v. tengivirkis í Öræfum.


Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
Hnappavellir_tengivirki_dskbr.pdf
15. 201901123 - Ósk um breytingu á deiliskipulagi Jökulsárlón
Björgvin gerði grein fyrir erindi frá Vatnajökulsþjóðgarði um breytingu á deiliskipulagi við Jökulsárlón. Forsendur breytingarinnar eru þær öru breytingar sem hafa átt sér stað á svæðinu frá því að núverandi deiliskipulag tók gildi. Helstu breytingar eru fjölgun ferðamanna, úr 340.000 gestum á ári árið 2014, í tæpa 840.000 gesti árið 2018. Einnig eru breyttar forsendur til skipulagsmála á svæðinu í ljósi þess að jörðin Fell og nær liggjandi þjóðlendur urðu hluti af Vatnajökulsþjóðgarði sumarið 2017. Lagði til að bæjarstjórn heimili breytingu á deiliskipulaginu.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
16. 201902024 - Framkvæmdaleyfi varnargarður við Hólmsá
Björgvin gerði grein fyrir erindi frá Vegagerðinni þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi fyrir 800 m. löngum varnargarði við Hólmsá.
Skipulsgnefnd fjallaði um erindið á fundi sínum þann 6. febrúar og bókaði að framkvæmdin falli undir flokk c í samræmi við 1. viðauka í lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum og vísaði afgreiðslunni til bæjarstjórnar. Lagði til að bæjarstjórn samþykki framkvæmdarleyfið með vísan í bókun skipulagsnefndar.


Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
Teikningar_2019-02-05.pdf
17. 201902031 - Umsókn um lóð:Fákaleira 11-13
Umsókn Mikaels ehf. um lóðir að Fákaleiru 11 og 13 lögð fram. Bæjarráð mælti með lóðarúthlutunum.

Forseti bar umsóknina upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
18. 201901144 - Umsókn um lóð:Fákaleira 10 a
Umsókn Níels Brimars Jónssonar um lóð að Fákaleiru 10 a lögð fram. Bæjarráð mælti með lóðarúthlutun.

Forseti bar umsóknina upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
19. 201901077 - Umsókn um lóð: Álaleira 15
Umsókn Þórdísar Gunnarsdóttur um lóð að Álaleiru 15 lögð fram.
Bæjarráð mælti með lóðarúthlutun.


Forseti bar umsóknina upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
20. 201901081 - Umsókn um lóð: Hagaleira 13
Umsókn Bjarna Malmquist Jónssonar lögð fram.
Bæjarráð mælti með lóðarúthlutun.


Forseti bar umsóknina upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
21. 201812078 - Landskipti Grænahraun
Erindi frá landeigendum Grænahrauns þar sem óskað er eftir landskiptum á jörðinni Grænahraun.

Jörðin Grænahraun landnr. L159481 verði skipt samkvæmt fyrirliggjandi uppdrætti, þannig að Grænahraun ehf. kt. 571299-3489 verður eigandi Grænahrauns 2. Grænahraun ehf. verður eigandi Grænahrauns 4.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða. Samþykkt með sjö atkvæðum.
Grænahraun - yfirlitsteikning.pdf
Grænahraun - yfirlitsteikning.pdf
22. 201901027 - Ósk um lausn frá störfum sem kjörinn fulltrúi
Erindi Björns Inga Jónssonar bæjarfulltrúa D- listans sem hefur verið í leyfi frá í júní 2018. Óskar hann eftir lausn frá störfum í bæjarstjórn sveitarfélagsins Hornafjarðar það sem eftir er kjörtímabilsins 2018-2022 með vísan í 2. mgr. 30. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

Forseti bar ósk Björns Inga upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.

Páll Róbert Matthíasson sem verið hefur bæjarfulltrúi sjálfsstæðisflokksin í forföllum Björns Inga verður aðalbæjarfulltrúi D- lista. Varabæjarfulltrúi D- lista verður Stefanía Anna Sigurjónsdóttir.
23. 201901028 - Ósk um lausn frá störfum sem kjörinn fulltrúi
Erindi frá Guðbjörgu Láru Sigurðardóttur sem óskar eftir lausn frá störfum í bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar það sem eftir er kjörtímabilsins 2018-2022 með vísan í 2. mgr. 30. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

Forseti bar ósk Guðbjargar upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.

Varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins Bryndís Björk Hólmarsdóttir verður aðalbæjarfulltrúi D- lista. Varabæjarfulltrúi D- lista verður Jón Áki Bjarnason.
24. 201806009 - Kosningar í nefndir 2018-2022
Fulltrúar á Landsþing íslenskra sveitarfélaga
Erla Þórhallsdóttir (B) í stað Ásgerðar K. Gylfadóttur.
25. 201809020 - Skýrsla bæjarstjóra
Skýrsla bæjarstjóra liggur fyrir fundinum.
Skýrsla bæjarstjóra_14.2.2019.pdf
26. 201801024 - Fyrirspurnir: bæjarstjórn 2019
Engar fyrirspurnir hafa borist.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:45 

Til baka Prenta