Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Hornafjarðar - 897

Haldinn í ráðhúsi,
16.04.2019 og hófst hann kl. 10:30
Fundinn sátu: Ásgerður Kristín Gylfadóttir formaður,
Björgvin Óskar Sigurjónsson varaformaður,
Páll Róbert Matthíasson aðalmaður,
Sæmundur Helgason áheyrnarfulltrúi,
Bryndís Bjarnarson upplýsinga- og umhverfisfulltrúi, Matthildur Ásmundardóttir bæjarstjóri, Ólöf Ingunn Björnsdóttir fjármálastjóri.
Fundargerð ritaði: Bryndís Bjarnarson, upplýsinga- og umhverfisfulltrúi


Dagskrá: 
Fundargerð
1. 1904003F - Félagsmálanefnd Hornafjarðar - 307
Bæjarráð felur félagsmálanefnd að vinna reglur um NPA fyrir sveitarfélagið og útfæra þjónustuna auk þess að hefja vinnu við reglur um akstursþjónustu fyrir fatlað fólk.
Fundargerðin samþykkt.
Almenn mál
2. 201903093 - Útboð: Vöruhús endurbætur 2019 3. áfangi
Ásgerður vék af fundi undir þessum lið.
Eitt tilboð barst í verkið, frá Þingvað ehf.
Kostnaðaráætlun hljóðar upp á 107.133.277 kr. sem var samþykkt af bæjarráði 4. mars, fjárheimildir í fjárhagsáætlun 2019 voru 70.000.000 kr.
Tilboð Þingavaðs hljóðar upp á 137.431.488 sem er 28.3% yfir kostnaðaráætlun.
Bæjarráð samþykkir að taka tilboðinu, mismunur á kostanaði miðað við fjárhagsáætlun 2019 verður mætt með aukinni lántöku, vísað í gerð viðauka I við fjárhagsáætlun 2019.

 
Gestir
Björn Þór Imsland forstöðumaður fasteigna
3. 201809061 - Hönnun og útboð, fráveita áfangi 3
Kostnaðaráætlun vegna fráveitu áfanga 3 lögð fram.

Björgvin gerði grein fyrir framkvæmdinni og vék af fundi eftir það.
Bæjarráð samþykkir að fela starfsmanni að bjóða verkið út í samræmi við umræður á fundinum.
4. 201904058 - Bifreiðastæði við Mánagarð og Tjaldsvæði Hafnar
Minnisblað skipulagstjóra lagt fram, þar sem óskað er eftir heimild til að kaupa Ecopraster E50 grindur til gerðar á bílastæðum við Tjaldsvæði og Mánagarð í stað þess að malbika.

Bæjarráð samþykkir að kaupa E50 grindur og vísar breytingunni í viðauka I við fjárhagsáætlun 2019.
7. 201904045 - Lífskjarasamningur 2019-2022
Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 3. apríl 2019 þar sem mæst er til þess að sveitarfélög hækki ekki gjaldskrár sínar á árinu umfram það sem þegar er komið til framkvæmda.

Fjármálastjóra falið að taka saman þær gjaldskrár sem hækka vegna vísitölu það sem eftir er árs og að öðru leiti er erindinu vísað til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2020.
Yfirlýsing sambandsins vegna lífskjarasamninga 2019.pdf
8. 201903055 - Sóknaráætlun Suðurlands 2020-2024
Sveitarfélögin á Suðurlandi eru beðin um að tilnefna fjóra fulltrúa á samráðsvettvang, tvo kjörna fulltrúa og tvo aðra fulltrúa úr sveitarfélaginu.

Fulltrúar sveitarfélagsins eru:
Neijra Mesetovic
Finnur Smári Torfason
Jörgína Jónsdóttir
Barði Barðason
9. 201904041 - Samningur vegna stofnæðar hitaveitu á Höfn
Samningar við landeigendur vegna hitaveitulagnar lagðir fram.
Bæjarráð heimilar RARIK að leggja lögn í landi sveitarfélagsins skv. fyrirliggjandi samningum og skipulagi.
10. 201904042 - Ársfundur - Lífeyrissjóðurinn Stapi
Lagt fram til kynningar.
11. 201904039 - Stjórnsýsluskoðun Sveitarfélagsins 2018
Stjórnsýsluskoðun KPMG lögð fram til kynningar.
12. 201904037 - Styrkvegir 2019: umsókn um styrk
Umsókn sveitarfélagsins lögð fram til kynningar.
13. 201904028 - Umsókn um lóð: Ósland lóð G
Umsókn Góð Framkvæmd ehf. um lóð í Óslandi lóð G lögð fram.

Bæjaráð felur starfsmanni að skoða stöðu á lóðum G og H.
14. 201904027 - Umsókn um lóð: Ósland lóð H
Umsókn Góð Framkvæmd ehf. um lóð í Óslandi lóð H lögð fram.

Bæjaráð felur starfsmanni að skoða stöðu á lóðum G og H.
15. 201904026 - Umsókn um lóð: Ósland lóð J
Umsókn Góð Framkvæmd ehf. um lóð í Óslandi lóð J lögð fram.

Bæjaráð óskar eftir frekari upplýsingum um fyrirhuguð byggningaráform frá umsækjanda.
16. 201904040 - Umsögn um starfsleyfi Isavia v/Hornafjarðarflugvallar
Lagt fram til kynningar.
190408 bréf með tilkynningu um auglýsingu á stl f ISAVIA Hornaf.pdf
17. 201902122 - Fundargerðir stjórnar Nýheima
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.
Umræður sköpuðust um þjónustu við háskólanema og aðild sveitarfélagsins að Háskólafélagi Suðurlands.
Bæjarráð mun fara í skoðun á þeirri aðild og hvort hagsmunum sé betur borgið með stofnun svæðisbundins háskólafélags.
Ársfundur 10.4.2019.pdf
102. fundur 6.3.2019.pdf
103. fundur 10.4.2019.pdf
18. 201904060 - Umsögn um frumvarp til laga um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald
Vísað til atvinnumálanefnd og skipulagsnefnd.
19. 201904061 - Umsögn um frumvarp til laga um Þjóðgarðastofnun og þjóðgarða
Vísað til atvinnumálanefnd og skipulagsnefnd.
Almenn mál - umsagnir og vísanir
5. 201904011 - Samþykkt um kattahald og gæludýrahald annarra en hunda
Vísað til afgreiðslu í bæjarstjórn.
6. 201904010 - Samþykkt um hundahald
Vísað til afgreiðslu í bæjarstjórn.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:13 

Til baka Prenta