Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Hornafjarðar - 899

Haldinn í ráðhúsi,
06.05.2019 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Ásgerður Kristín Gylfadóttir formaður,
Páll Róbert Matthíasson aðalmaður,
Björgvin Óskar Sigurjónsson 1. varamaður,
Sigrún Sigurgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi,
Bryndís Bjarnarson upplýsinga- og umhverfisfulltrúi, Matthildur Ásmundardóttir bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Bryndís Bjarnarson, upplýsinga- og umhverfisfulltrúi


Dagskrá: 
Fundargerð
1. 1904012F - Skipulagsnefnd - 52
Fundargerð samþykkt.
 
Gestir
Gunnlaugur Róbersson skipulagsstjóri, sat einnig undir liðum 2 og 4.
Almenn mál
2. 1901025 - Minigolf við Ekruna
Erindi frá Félagi eldri Hornfirðinga þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið komi að gerð Minigolfvallar í samstarfi við félagið.

Fjallað um erindi Félags eldri Hornfirðinga, starfsmönnum falið að vinna áfram að málinu.
Frestað til næsta fundar.
3. 201903087 - Öryggisúttekt
Aðgerðarlisti vegna umferðaröryggisúttektar Euro Rap, í Sveitarfélaginu Hornafirði, Skaftárhreppi og Mýrdalshreppi.
Hér liggja fyrir gögn frá Ólafi vegna Öryggisúttektar á vegum sýslunnar.


Umræður um umferðaröryggisúttekt á vegum í sveitarfélaginu.
Bæjarstjóra falið að vinna áfram að málinu.
4. 201709426 - Umferðaröryggisáætlun
Farið var yfir aðgerðaráætlun umferðaröryggisáætlunar og greindi Gunnlaugur frá verkefnastöðu áætlunarinnar.
Umferðaröryggisáætlun Sveitarfélagsins Hornafjarðar.pdf
5. 201709224 - Norrænt samstarfsverkefni um sjálfbæra bæi.
Fulltrúar samstarfs sveitarfélags Hornfirðinga, Ystad, munu koma í heimsókn á Hornafirði 16.-17. maí næstkomandi.

Bæjarstjóri greindi einnig frá að könnun á vegum verkefnisins verður sett í loftið í kringum 20. maí.
6. 201903077 - Sameining safna á Suðurlandi
Bæjarstjóri greindi frá fundi sem hún fór á að Skógum vegna sameiningu héraðsskjalasafna á Suðurlandi.

Bæjarstjóri kynnti málið fyrir fundarmönnum.
7. 201709258 - Djúpavogshreppur: samningur um urðun sorps
Erindi frá Djúpavogshreppi um að lengja samning við sveitarfélagið um urðun sorps frá Djúpavogshreppi fram að áramótum 2019-2020.

Bæjarráð samþykkir að framlengja samningi við Djúpavogshrepp til 31. desember 2019.
8. 201905001 - Umsókn um styrk: Íspinninn
Erindi frá Margréti Gauju Magnúsdóttur dags. 10. apríl, þar sem óskað er eftir styrk til listahátíðar sem nefd er "Íspinninn listahátíð fyrir ungt listafólk í Öræfum"

Erindið kynnt og unnið áfram að málinu og verður tekið fyrir á næsta fundi.
9. 201904032 - Reglur um styrk til húsaleigu fyrir starfsmenn sveitarfélagsins
Bæjarráð fór yfir drög að reglum um styrk til húsaleigu fyrir nýja starfsmenn.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
10. 201903080 - Forathugun vegna umsækjenda um alþjóðlega vernd
Sveitarfélagið hefur ekki tök á að taka við umsækjendum um alþjóðlega vernd að svo stöddu.
11. 201901053 - Ungmennaráð 2018-2019
Bæjarráð boðar ungmennaráð á næsta fund bæjarráðs.
12. 201904061 - Umsögn um frumvarp til laga um Þjóðgarðastofnun og þjóðgarða
Atvinnumálanefnd vísaði málinu til bæjarráðs með áherslu á að vinna að því að skipulagsvaldið verði ekki tekið frekar af sveitarfélaginu í frumvarpsdrögunum.

Bæjarstjóra falið að senda umsögn sveitarfélagsins.
13. 201904118 - Umsögn um útgáfu leyfa: Knattspyrnudeild Sindra
Erindi frá Sýslumanninum á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn um tímabundið tækifærisleyfi til áfengisveitinga fyrir Ungmennafélagið Sindra í Sindrabæ.

Bæjarráð gefur jákvæða umsögn.
14. 201904114 - Umsögn um útgáfu leyfa: Martölvan/Gamla flugfélagið Hafnarbraut 24
Erindi frá Sýslumanninum á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn um rekstarleyfi til sölu á gistingar í flokki II minna gistiheimili.

Bæjarráð gefur jákvæða umsögn.
15. 201905009 - Aðalfundur og málþing Háskólafélagsins 2019
Erindi frá Háskólafélagi Suðurlands þar sem greint er frá að aðalfundur Háskólafélagsins og málþing verði þann 9. maí. 2019.

Lagt fram til kynningar.
16. 201905011 - Ósk um vallarhús við Sindravelli
Bæjarstjóra falið að vinna áfram að málinu.
17. 201901105 - Aðstaða til líkamsræktar
Lagt fram til kynningar og vísað til áframhaldandi vinnu hjá bæjarstjóra.
18. 201905012 - Svæðisskipulag Suðurhálendisins - Skipan fulltrúa
Erindi frá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið tilnefni fulltrúa í verkefnisstjórn um svæðisskipulag á Suðurlandi.

Fulltrúar sveitarfélagsins verða.
Sigrún Sigurgeirsdóttir, Ásgrímur Ingólfsson og varamaður Páll Róbert Matthíasson.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:45 

Til baka Prenta