Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarstjórn Hornafjarðar - 263

Haldinn í Hofgarði,
13.06.2019 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Ásgerður Kristín Gylfadóttir aðalmaður,
Ásgrímur Ingólfsson Forseti,
Erla Þórhallsdóttir 1. varaforseti,
Björgvin Óskar Sigurjónsson aðalmaður,
Sæmundur Helgason aðalmaður,
Bryndís Hólmarsdóttir aðalmaður,
Jón Áki Bjarnason 2. varamaður,
Bryndís Bjarnarson upplýsinga- og umhverfisfulltrúi, Matthildur Ásmundardóttir bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Bryndís Bjarnarson, upplýsinga- og umhverfisfulltrúi


Dagskrá: 
Fundargerð
1. 1905006F - Bæjarráð Hornafjarðar - 900
Erla Þórhallsdóttir tók til máls undir 2. lið ungmennaráð.
Fundargerðin samþykkt með sjö atkvæðum.
2. 1905010F - Bæjarráð Hornafjarðar - 901
Sæmundur Helgason tók til máls undir 4. lið umferðaröryggisáætlun, aðgerðir og 11. lið Stekkaklett.
Til andsvars Matthildur Ásmundardóttir um 11. lið Stekkaklett.
Fundargerðin samþykkt með sjö atkvæðum.
3. 1905012F - Bæjarráð Hornafjarðar - 902
Fundargerðin samþykkt með sjö atkvæðum.
4. 1905018F - Bæjarráð Hornafjarðar - 903
Ásgerður Gylfadóttir tók til máls undir 3. lið, fundargerð atvinnu- og menningarmálanefnd, íbúafundur um Miklagarð.
Fundargerðin samþykkt með sjö atkvæðum.
5. 1906001F - Bæjarráð Hornafjarðar - 904
Matthildur Ásmundardóttir tók til máls undir 5. lið bygging á nýju Hjúkrunarheimili og 7. lið heimsókn forseta Íslands á unglingalandsmót.
Fundargerðin samþykkt með sjö atkvæðum.
6. 1905005F - Bæjarstjórn Hornafjarðar - 262
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Almenn mál
7. 201905083 - Fjárhagsáætlun 2019: Viðauki I
Bæjarstjóri lagði fram viðauka I við fjárhagsáætlun 2019. Er hann vegna samþykktra fjárheimilda sem mætt er með lækkun á handbæru fé og aukinni lántöku.
Lagði til að bæjarstjórn samþykki viðauka I.


Forseti bar viðauka I við fjárhagsáætlun upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
Fhá 2019 viðauki I.pdf
8. 201906023 - Umferðaröryggi í Öræfum
Ásgerður K. Gylfadóttir bar upp bókun og lagði til að bæjarstjórn geri bókunina að sinni" Bæjarstjórn lýsir áhyggjum yfir ástandi í umferðarmálum í Öræfum. Slysatíðni hefur verið að aukast samhliða aukinni umferð og undanfarin ár hefur banaslysum þar fjölgað. Langt er í viðbragðaðila í Öræfum og er mikið álag á björgunarsveitina Kára og slökkvilið í Öræfum sem er byggt upp af sömu einstaklingum. Gestir í Skaftafell og Jökulsárlón voru um 800 og 850 þúsund á síðasta ári eða að meðaltali rúmlega 2000 gestir á dag. Meðalfjöldi bifreiða á síðasta ári við Lómagnúp var 1.344 á dag. Vegakerfið var ekki hannað fyrir þessa miklu umferð. Bæjastjórn óskar eftir samtali við samgönguyfirvöld um málið og að unnið verði að áætlun um breikkun vega, frekari fækkun einbreiðra brúa með það að markmiði að efla umferðaröryggi."
Sæmundur tók til máls og greindi frá atkvæði sínu.
Forseti bar bókunina upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
9. 201903075 - Túlka- og þýðingarþjónusta
Erla Þórhallsdóttir gerði grein fyrir nýjum reglum sveitarfélagsins um túlka og þýðingarþjónustu.
Stefnan felur í sér að leggja beri áherslu á að veita öllum íbúum góða þjónustu og ber starfsfólki að tryggja að sá sem ekki á íslensku að móðurmáli sé gefinn kostur á túlkaþjónustu.


Lagði til að bæjarstjórn samþykki nýjar reglur og stefnu um túlka og þýðingarþjónustu.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
Stefna og verklagsreglur Sveitarfélagsins Hornafjarðar um túlka- og þýðingarþjónustu.pdf
10. 201905066 - Ráðning félagsmálastjóra
Matthildur greindi frá ráðningu félagsmálastjóra Erlu Björg Sigurðardóttur. Ráðningin var samþykkt í bæjarráði. Hún óskaði eftir staðfestingu bæjarstjórnar þar sem um lykilstjórnenda er að ræða.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða. Samþykkt með sjö atkvæðum.
11. 201905023 - Umsókn um lóð: Hagaleira 3
Umsókn Jóns Þórs Sigurðssonar um lóð að Hagaleiru 3 lögð fram.
Bæjarráð mælti með lóðarúthlutuninni.


Lagði til að bæjarstjórn samþykki lóðarúthlutunina.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
12. 201905014 - Umsókn um lóð: Hagaleira 5
Umsókn Elínar Freyju Hauksdóttur um lóð að Hagaleiru 5 lögð fram.
Bæjarráð mælti með lóðarúthlutuninni


Lagði til að bæjarstjórn samþykki lóðarúthlutunina.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
13. 201903009 - Aðalskipulagsbreyting Jökulsárlón á Breiðamerkursandi
Björgvin Óskar Sigurjónsson greindi frá tillögu að aðalskipulagsbreytingu við Jökulsárlóni á Breiðamerkursandi. Breytingin felst í að breyta skipulagsuppdráttum fyrir Öræfi og Suðursveit, ásamt skipulagsuppdrætti fyrir sveitarfélagið í heild sinni. Einnig munu verða breytingar á skilmálum vegna framkvæmda innan stækkaðs svæðis í samræmi við stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs. Kynningarfundur um aðalskipulagstillöguna hefur verið haldinn. Lýsingin var í kynningu frá 2. til 31. maí. Brugðist hefur verið við athugasemdum. Lagði til að bæjarstjórn samþykki tillöguna og hún verði send til athugunar Skipulagsstofnunar samkvæmt 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
Aðalskipulagsbreyting Jökulsárlón á Breiðamerkursandi_uppdrættir og greinargerð_20190603.pdf
14. 201809084 - Aðalskipulagsbreyting: Þétting byggðar á Höfn
Björgvin Óskar greindi frá lýsingu að aðalskipulagsbreytingu, þétting byggðar á Höfn. Helstu breytingar eru að opin svæði við Silfurbraut og Hvannabraut verði breytt í íbúðarsvæði. Lagði til að bæjarstjórn samþykki að auglýsa lýsinguna skv. 30. gr. skipulagslaga.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atvkæðum.
Skipulags-og matslysing_Hofn_ibudarbyggd_190521.pdf
15. 201905042 - Ósk um breytingu á aðalskipulagi vegna efnistöku í árfarvegi Kvíár
Björgvin Óslar greindi frá ósk Vegagerðarinnar um óverulega breytingu á aðalskipulagi vegna efnistöku í Kvíá. Breytingin felur í sér að heimila allt að 15.000 m³ efnistöku í vestari hluta Kvíár. Umhverfis- og skipulagsnefnd telur efnistöku neðan brúar hafa óveruleg áhrif á umhverfið þar sem áin verður færð í svörð að efnistöku lokinni. Samkvæmt viðauka 2.04 í lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 fellur efnistakan í flokk C og því ekki háð umhverfismati. Lagði til að bæjarstjórn samþykki óverulega aðalskipulagsbreytingu, geri bókun skipulagsnefndar að sinni og samþykki að auglýsa óverulega breytingu á aðalskipulagi v. efnistöku í árfarvegi Kvíár.

Sæmundur tók til máls og greindi frá atkvæði sínu.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
Umhverfis- og skipulagsnefnd - 1 (5.6.2019) - Ósk um breytingu á aðalskipulagi vegna efnistöku í árfarvegi Kvíár.pdf
Aðalskipulagsbreyting, efnistaka í Kvíá. Uppdráttur og greinargerð 20190603.pdf
16. 1905004 - Deiliskipulag: Seljavellir 2
Björgvin Óskar greindi frá ósk Reynis Ásgeirssonar um að hefja vinnu við deiliskipulag að Seljavöllum II. Seljavellir II eru skv. Aðalskipulagi Hornafjarðar 2012-2030 staðsettir á verslunar- og þjónustureit en um hann segir í greinargerð, "Seljavellir: Ferðaþjónusta, gisting og greiðasala. Uppbygging vegna hennar skal heimil skv. deiliskipulagi. Allt að 20 gistirými á 1,5 ha."
Lagði til að bæjarstjórn samþykki að hafin verði vinna að deiliskipulagi að Seljavöllum II.


Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
Umhverfis- og skipulagsnefnd - 1 (5.6.2019) - Deiliskipulag: Seljavellir 2.pdf
17. 1808052 - Deiliskipulag Seljavellir III
Björgvin Óskar greindi frá vinnu við tillögu að deiliskipulagi Seljavöllum III. Markmið deiliskipulagsins er að styrkja frekari uppbyggingu og framtíðarbúsetu á Seljavöllum III, með því að; heimila uppbyggingu gistiþjónustu og búsetuúrræða fyrir vinnuafl á bænum og bæjum í kring, heimila stækkun núverandi atvinnuhúsnæðis, heimila fjölgun einbýlishúsa og heimila skógrækt. Tillagan var í kynningu frá 21. febrúar - 8. apríl. Umsagnir bárust og voru þær óverulegar. Lagði til að bæjarstjórn samþykki deiliskipulagstillöguna og vísi henni í lögformlegt ferli skv. 41. og 42. gr. skipulagslaga.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.

Deiliskipulag Seljavellir III uppdráttur og greinargerð.pdf
18. 201804002 - Deiliskipulag: Hitaveita á Hornafirði
Björgvin Óskar greindi frá málinu deiliskipulagið hlaut afgreiðslu bæjarstjórnar 18. október 2018. Breytingar að lokinni umfjöllun og auglýsingu voru gerðar þar sem leyfilegu byggingarmagni var breytt. Mannvirki að Hoffelli verða að hámarki 40,0 m² í stað 20,0 m² og hámarkshæð 4,50 m. í stað 3,00 m. Þá verður aðaldælustöð að Hoffelli að hámarki 245,0 m² í stað 220 m² og hámarkshæð 7,30 m. í stað 4,00 m. Hæð forðageymis frá gólfkóta tæknirýmis verður a.m.k. 9,70 m. í stað 8,00 m. Þrýstiskerpistöð að Stapa verður að hámarki 160,0 m² í stað 120,0 m² og hámarkshæð húss 6,40 m í stað 4,00 m. Breytingarnar eru óverulegar og hafa verðið kynntar nánustu grennd, engar athugasemdir voru gerðar.
Lagði til að bæjarstjórn samþykki fyrirliggjandi óverulegar breytingar á deiliskipulagstillögunni vegna hitaveitu á Hornafirði skv. 44. gr. skipulagslaga og vísi henni í lögformlegt ferli að nýju.


Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
Deiliskipulag-hitaveita í Hoffelli-uppdráttur-20190603.pdf
Deiliskipulag-hitaveita í Hoffelli-greinargerð-20190603.pdf
19. 201903111 - Framkvæmdaleyfi: Brú yfir Kvíá
Forseti greindi frá framkvæmdaleyfisumsókn Vegagerðarinnar vegna nýrrar brúar yfir Kvíá. Um er að ræða 900 m nýbyggingu, byggð verður ný 32 m löng tvíbreið brú ásamt um 520 m nýjum vegi í landi Kvískers og um 380 m nýjum vegi í landi Hnappavalla. Samkvæmt viðauka 10.10 í lögum um mat á umhverfisáhrifum fellur framkvæmdin í umhverfismatsflokk C og er því ekki háð umhverfismati. Leita verður umsagna hjá Orkustofnun og Fiskistofu áður en framkvæmdir hefjast. Lagði til að bæjarstjórn samþykki framkvæmdaleyfið og geri bókun skipulagsnefndar að sinni.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
20. 1905098 - Framkvæmdaleyfi: Ölduslóð
Forseti greindi frá framkvæmdaleyfisumsókn Önnu Maríu Ragnarsdóttur vegna göngustígsins Ölduslóð í Freysnesi. Um er að ræða 4 km göngustíg ásamt útsýnispalli.
Lagði til að bæjarstjórn samþykki framkvæmdaleyfi fyrir göngustíg að Ölduslóð í Freysnesi.


Matthildur Ásmundardóttir tók til máls.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
21. 201905086 - Ársreikningar Gjafa- og minningarsjóðs Skjólgarðs 2018
Matthildur gerði grein fyrir ársreikningi Gjafa- og minningarsjóð Skjólgarðs fyrir árið 2018. Rekstrarafgangur sjóðsins var 631.018 kr. og heildar eignir sjóðsins í lok árs 2018 var 23.666.634 kr

Forseti bar ársreikninginn upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
Gjafa og minningasjóður Skjólgarðs ársreikningur 2018.pdf
22. 201904018 - Tilkynning um framkvæmd: Stafafellsfjöll lóð nr. 12: gestahús
Björgvin Óskar greindi frá áformum um byggingu gestahúss á lóð nr. 12 í Stafafellsfjöllum. Áform eru að byggja 35 m² hús á lóðinni, skv. deiliskipulagi er heimilt að byggja allt að 30 m² gestahús.
Grenndarkynning hefur farið fram skv. 2. mgr. 43 gr. skipulagslaga, engar athugasemdir bárust.
Lagði til að bæjarstjórn samþykki grenndarkynninguna og deiliskipulagsbreytinguna.


Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
23. 201905053 - Fundir bæjarstjórnar og bæjarráðs sumarið 2019
Lögð fram tillaga að fundartíma bæjarráðs á meðan bæjarstjórn er í sumarfríi.

Forseti bar upp tillögu um að bæjarstjórn verði í sumarleyfi í júlí og að bæjarstjórn veiti bæjarráði fullt umboð til afgreiðslu mála þar til bæjarstjórn kemur aftur til starfa skv. 8. gr. samþykkta Sveitarfélagsins Hornafjarðar. Forseti bar tillöguna upp til atkvæða. Samþykkt með sjö atkvæðum.

24. 201809020 - Skýrsla bæjarstjóra
Bæjarstjóri greindi frá störfum sínum síðastliðinn mánuð.
Skýrsla bæjarstjóra_13.06.2019.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:10 

Til baka Prenta