Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Hornafjarðar - 904

Haldinn í ráðhúsi,
11.06.2019 og hófst hann kl. 10:30
Fundinn sátu: Ásgerður Kristín Gylfadóttir, Páll Róbert Matthíasson, Sæmundur Helgason, Ásgrímur Ingólfsson, Matthildur Ásmundardóttir, .

Fundargerð ritaði: Matthildur Ásmundardóttir, bæjarstjóri


Dagskrá: 
Fundargerð
1. 1905008F - Umhverfis- og skipulagsnefnd - 1
Varðandi bókun Sæmundar Helgasonar við fyrsta lið fundargerðarinnar, erindisbréf Umhverfis- og skipulagsnefndar. Bæjarstjóri sendi fyrirspurn til lögfræðinga Sambands sveitarfélaga um lögmæti á afgreiðslum nýrrar nefndar. Afgreiðsla nefndarinnar er lögmæt að öllu leiti. Það sem skiptir máli er að fundurinn sé löglega boðaður og ákvarðanir teknar af réttri nefnd og síðan bæjarstjórn þegar það á við.
Fundargerð samþykkt.
Almenn mál
2. 201906007 - Bæjarstjórn fundar í Öræfum
Dagskrá lögð fram til kynningar. Öræfingar eru hvattir til að nýta sér viðtalstíma bæjarfulltrúa.
3. 201709114 - Húsnæðisáætlun Sveitarfélagsins Hornafjarðar
Bæjarstjóra falið að senda inn ábendingar og lagfæra.
4. 201905017 - Grænbók um stefnu í málefnum sveitarfélaga
Undir málinu eru drög að umsögn.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda inn umsókn um Grænbók um stefnu í málefni sveitarfélaga.
5. 201709466 - Undirbúningur byggingar nýs hjúkrunarheimilis
Þann 20. júní verður tilkynnt með formlegum hætti hver verður valin til að hanna nýtt hjúkrunarheimili við Skjólgarð. Athöfnin fer fram í Ekrunni, Höfn kl. 15:30.
6. 201709281 - Fjallskilasamþykkt
Lagt fram til kynningar. Fyrirhugaður er fundur með stjórn Búnaðarsambandsins 18. júní næstkomandi. Bæjarstjóra falið að vinna áfram að málinu.
7. 201906011 - Heimsókn Forseta Íslands á unglingalandsmót 2019
Bæjarráð fagnar komu Forseta Íslands til Hornafjarðar á unglingalandsmót og felur bæjarstjóra að vinna tillögu að dagskrá.
8. 201903067 - Grunnskóli Hornafjarðar: Húsnæði Kátakots
Bæjarráð samþykkir að fjölga starfsmönnum, samkvæmt mati stjórnenda, í Kátakoti á næsta skólaári í stað þess að bæta við bráðabirgðahúsnæði. Starfsmönnum falið að vinna að því viðhaldi sem húsnæðið þarfnast. Bæjarráð hvetur til samstarfs við Umf.Sindra varðandi starfsemina.
9. 201811019 - Málþing um stöðu eldri borgara
Bæjarráð samþykkir að kostnaður vegna málþingsins upphæð 500.000 kr. verði tekinn af óráðstöfuðu.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að skoða stöðu Öldungaráðs í sveitarfélaginu með möguleika á samþættingu við Heilbrigðis- og öldrunarnefnd.
10. 201901144 - Umsókn um lóð:Fákaleira 10 a
Lóðarhafi Fákaleiru 10a hefur óskað eftir að mænisstefnu og aðkomu að lóð nr. 10a við
Fákaleiru verði snúið þannig að framhlið húss og aðkoma verði að norðanverðu. Samkvæmt gildandi skipulagi er gert ráð fyrir aðkomu/bílastæði við vesturhlið lóðar. Bæjarráð felur skipulagsstjóra að fara með málið í grenndarkynningu.
11. 201901146 - Fundargerð: stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga 2019
Lagt fram til kynningar.
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 871.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:10 

Til baka Prenta