Deildarstjóri leikskóla í Hofgarði

Leitað er að deildarstjóra leikskóla í samreknum leik- og grunnskóla í Hofgarði í Öræfum

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Leyfisbréf í kennslu. Ef ekki fæst kennari verður ráðinn starfsmaður með aðra uppeldismenntun eða leiðbeinandi.
  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum
  • Áhugi á að vinna með börnum
  • Sveigjanleiki, áreiðanleiki og stundvísi
  • · Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
  • Sjálfstæði, skipulögð vinnubrögð og áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi.
  • Góð íslenskukunnátta

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Að skipuleggja nám og kennslu nemenda í samráði við skólastjórnendur og samstarfskennara.
  • Að vinna í teymi með öðrum starfsmönnum skólans.
  • Að stuðla að velferð nemenda í samstarfi við foreldra/forráðamenn og starfsfólk skólans.
  • Að stuðla að þróun skólastarfs í samstarfi við stjórnendur og annað samstarfsfólk.

Mikið samstarf er á milli leik- og grunnskóla og starfsfólk flæðir að hluta til á milli. Markmiðið er að efla þetta samstarf enn meira.

Gildi skólans eru virðing, vinátta og metnaður. Skólinn er heilsueflandi skóli og unnið er samkvæmt hugmyndafræði Uppeldis til ábyrgðar og unnið er markvisst með samskipti og líðan nemenda. Húsnæði er í boði á staðnum og kjörið fyrir barnafólk að flytja því hér er enginn biðlisti á leikskóla. Fjöldi vinnustaða er á svæðinu með atvinnutækifærum fyrir maka.

Svæðið er endalaus uppspretta fyrir útivist á einum fegursta stað landsins.

Umsóknarfrestur er til 20. apríl.

Umsóknum ásamt ferilskrá og meðmælendum skal skilað til Áróru Gústafsdóttur skólastjóra í Hofgarði en hún veitir einnig frekari upplýsingar um starfið arora@hornafjordur.is, s. 4781672

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags. Unnið er í nánu samstarfi við Grunnskólann á Höfn.

Þeir sem ráðnir eru til starfa í skólanum þurfa að veita heimild til að leitað sé upplýsinga úr sakaskrá hjá Ríkissaksóknara.

Umsóknir gilda í hálft ár frá því umsóknarfrestur rennur út.

Öll kyn hvött til að sækja um.