Félagsleg heimaþjónusta

Sveitarfélaginu er skylt að sjá um félagslega heimaþjónustu til handa þeim sem búa í heimahúsum en geta ekki séð hjálparlaust um heimilishald og persónulega umhirðu vegna skertrar getu, fjölskylduaðstæðna, álags, veikinda, barnsburðar eða fötlunar. Með slíkri þjónustu er stefnt að því að efla viðkomandi til sjálfsbjargar og gera honum kleift að búa sem lengst í heimahúsum.

Félagsleg heimaþjónusta getur verið hvers konar aðstoð við heimilishald, persónulega umhirðu, félagslegur stuðningur,  gæsla og umönnun barna. Sækja skal um félagslega heimaþjónustu á heilsugæslu, sími 470-8600 .

Gefinn hefur verið út sérstakur bæklingur um heimaþjónustu á Hornafirði á vegum Heilbrigðisstofnunar Suðausturlands.