Þjónusta við fólk með fötlun

Félagsþjónusta skal stuðla að því að fólki með fötlun sé tryggt jafnrétti og sambærileg lífskjör á við aðra þjóðfélagsþegna. Samkvæmt lögum um málefni fatlaðra, á fólk með fötlun rétt á margvíslegri þjónustu frá sveitarfélaginu og ríkinu. Eftirfarandi þjónusta er meðal annars veitt, ásamt almennri og sérhæfðri ráðgjöf til fatlaðra og fjölskyldna þeirra.

Liðveisla: Persónulegur stuðningur sem miðar að því að rjúfa félagslega einangrun, til dæmis með aðstoð við að njóta tómstunda, menningar og lista. Er veitt bæði börnum og fullorðnum.

Frekari liðveisla: Margháttuð aðstoð við fullorðna við ýmsar athafnir daglegs lífs, bæði inni á heimilum og úti í samfélaginu.

Dagþjónusta: Þar gefst fólki meðal annars tækifæri til að sinna tómstundaiðju, vinna ýmis verkefni, fara í gönguferðir, spjalla og fá keyptan hádegismat. Dagþjónustan er fyrir fullorðna og hún er starfrækt alla virka daga í ATH !!!.

Ferðaþjónusta: felur meðal annars í sér  akstur til og frá dagþjónustu, ferðir til læknis, ýmsar útréttingar og fleira. Þjónustan fer eftir þörfum hvers og eins.

Þjónusta við fötluð börn og fjölskyldur þeirra

Slík þjónusta felur meðal annars í sér ráðgjöf, þjálfun, liðveislu, dvöl hjá stuðningsfjölskyldu og sumardvöl. Fer eftir þörfum hvers og eins. Ráðgjöf er veitt til leikskóla og skóla vegna fatlaðra barna.

Umsóknir eru á íbúagátt sveitarfélagsins.