1700 er vaktnúmer á HSU á Hornafirði

6.1.2017

Vakin er athygli á vaktsímanúmeri fyrir þjónustu utan opnunartíma á heilsugæslustöðinni á Höfn. Hringja þarf í númerið 1700 utan dagvinnutíma.

Þegar hringt er í 1700 svarar hjúkrunarfræðingur sem veitir ráðgjöf, leiðbeinir hvert leita skal í heilbrigðiskerfinu eða gefur símann áfram til læknis á viðkomandi heilsugæslustöð þegar tilefni er til.  

Neyðarnúmer er 112. Hringja skal í það ef um slys eða bráð veikindi er að ræða.

Á dagvinnutíma, þ.e. kl. 08:00 – 16:00 alla virka daga, skal hringja á heilsugæslustöð HSU og fæst þá samband við lækni eða hjúkrunarfræðing eftir ástæðum.

Athugið að um helgar, helgidaga og almenna frídaga er opið fyrir 1700 allan sólarhringinn.