Appelsínugul veðurvörun 7. febrúar - Skólahald!

6.2.2022

Í nótt og á morgun mánudag verður í gildi appelsínugul viðvörun á Suðausturlandi. Spáð er suðaustan 18-25 m/s með mikilli snjókomu og skafrenningi. Skólaakstur fellur niður og skólahald í Grunnskólanum í Hofgarði einnig.

Almannavarnir á Suðurlandi fylgjast vel með gangi mála og skólahald mun falla niður víða á Suðurlandi. Veðurstofan telur talsverðar líkur á foktjóni og samgöngutruflunum. Fólki er ráðlagt að ganga vel frá lausum munum. Ekkert ferðaveður er á svæðinu á meðan viðvörunin er í gildi. Þar sem veðurofsinn gengur yfir allt landið eru líkur á rafmagnstruflunum. 

Ekki hefur verið tekin ákvörðun um að fella niður skólahald á Höfn ennþá. Foreldrar skólabarna á Höfn eru beðnir um að fylgjast vel með stöðu mála og halda börnum heima við ef veðrið verður mjög slæmt.