• Sveitarfélagið Hornafjörður

Tilkynning um íbúakosningu

3.5.2023

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti þann 27. apríl að framkvæma íbúakosningu um samþykkt aðal- og deiliskipulag um þéttingu byggðar, Innbæ.

Íbúakosningin mun fara fram frá 19. júní - 10. júlí. Kosningin mun fara fram í Ráðhúsi sveitarfélagsins sem verður eini kjörstaður kosningarinnar. 
Kosið verður um hvort íbúar vilji að samþykkt aðal- og deiliskipulag um þéttingu byggðar í Innbæ, haldi gildi sínu eða ekki. 
 
Spurningin mun hljóða á þennan hátt;
Samþykkir þú að breyting á aðal- og deiliskipulagi um þéttingu byggðar í Innbæ Hafnar haldi gildi sínu? Já/Nei. 

Öll umgjörð og framkvæmd íbúakosningarinnar er samkvæmt kosningalögum nr. 112/2021, sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011, reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga og reglum sem sveitarfélagið setur sér um íbúakosninguna. Þeir einu sem hafa kosningarétt eru á kjörskrá og hafa lögheimili í Sveitarfélaginu Hornafirði kl 12:00 þann 12. maí 2023.

Yfirkjörstjórn bendir á að:
Skv. 4. gr. kosningalaga getur námsmaður sem hefur skráð lögheimili sitt frá landinu til Danmerkur, Finnlands, Færeyja, Grænlands, Noregs eða Svíþjóðar samkvæmt Norðurlandasamningi um almannaskráningu telst hann ekki hafa glatað kosningarrétti sínum í því sveitarfélagi sem hann átti skráð lögheimili í við brottför, enda fullnægi hann að öðru leyti skilyrðum a-liðar 1. mgr. og leggi fram umsókn skv. 3. mgr. um að neyta kosningarréttar síns. Sama gildir um maka, sambúðarmaka og börn þeirra sem dveljast með þeim í viðkomandi landi.

Til þess að geta neytt kosningarréttar skv. 2. mgr. skal umsókn send Þjóðskrá Íslands eigi síðar en 40 dögum fyrir kjördag. 

Nánari upplýsingar um framkvæmd kosningarinnar verða birtar eigi síðar en 36 dögum fyrir kosninguna skv. 107. gr. sveitarstjórnarlaga.

Yfirkjörstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar

Nánari upplýsingar og kynningargögn:

Nýtt aðal- og deiliskipulag um þéttingu byggðar í Innbæ á Höfn, samkvæmt auglýsingum um samþykkt bæjarstjórnar frá 16. apríl 2020 og 27. maí 2021, var samþykkt af bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar.

Ekkert deiliskipulag var áður í gildi fyrir svæðið, en allar upplýsingar um nýja deiliskipulagið og aðalskipulagsbreytinguna má sjá með því að smella á þennan hlekk til að skoða samþykkt skipulaganna.

Þennan hlekk til að skoða samþykkt um breytingu á aðalskipulagi: 

Kynningargögn má nálgast á þessum hlekk .