Framkvæmdasjóður ferðamannastaða

Er ferðamannastaður á landinu þínu?

5.9.2023

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða fjármagnar framkvæmdir á ferðamannastöðum og ferðamannaleiðum í eigu eða umsjón sveitarfélaga og einkaaðila.

Sjóðnum er heimilt að fjármagna framkvæmdir er snúa að:

  • Öryggi ferðamanna.
  • Náttúruvernd og uppbyggingu.
  • Viðhaldi og verndun mannvirkja og náttúru.
  • Fjármögnun undirbúnings- og hönnunarvinnu sem er nauðsynleg vegna áðurgreindra framkvæmda.

Verkefni sem sett eru inn í gildandi áfangastaðaáætlun landshlutans njóta sérstakrar stigagjafar til viðbótar annarri stigagjöf.

Vinsamlegast hafðu samband við Árdísi Ernu Halldórsdóttur atvinnu- og ferðamálafulltrúa Sveitarfélagsins Hornafjarðar í netfangið ardis@hornafjordur.is ef þú hyggur á umsókn í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða og vilt aðstoð við að bæta staðnum inn á Áfangastaðaáætlun Suðurlands. Þú getur líka óskað eftir samtali við Markaðsstofu Suðurlands með því að senda póst á vala@south.is .

Umsóknartímabil um styrki vegna framkvæmda á árinu 2024 er frá og með 11. september 2023 til kl. 13 fimmtudaginn 19. október 2023.

Upplýsingasíða um framkvæmdasjóð ferðamannastaða: https://www.ferdamalastofa.is/is/studningur/framkvaemdasjodur-ferdamannastada/upplysingasida-um-umsoknir