Fyrsta covid bólusetning í sveitarfélaginu í dag!

29.12.2020

Hátíðardagur í dag þegar fyrsti Hornfirðingurinn fékk covid bólusetningu á Skjólgarði.

Bólusetning er nú formlega hafin í sveitarfélaginu en fyrsti Hornfirðingurinn sem fékk covid bólusetninguna í dag kl 14:30. Það var hún Ingibjörg Zophaníasar 97 ára, íbúi á Skjólgarði. Í kjölfarið voru aðrir íbúar bólusettir. Það er stór áfangi að hefja bólusetningu og er það fyrsta skrefið á að ná tökum á þessari ólíkindaveiru. Sigurinn er þó ekki unnin í dag og enn er nokkuð í að öll þjóðin verði bólusett. Því er mikilvægt að fylgja sóttvarnarreglum og halda þolinmæði enn um sinn.