• Hofn-afstada-1_2000_06122023-01

Götuheiti í nýju íbúðarhverfi á Höfn

19.2.2024

Bæjarstjórn hefur unnið að undirbúningi og deiliskipulagi nýs íbúðarhverfis í sem hefur verið auðkennt sem ÍB5 í aðalskipulagi. Deiliskipulagsvinna er nú langt komin og nú leitar umhverfis- og skipulagsnefnd til íbúa vegna nafns á hverfinu og götuheiti. Lagðar eru fram þrjár tillögur að götuheitum í meðfylgjandi könnun. Endilega kynntu þér tillögurnar og svaraðu spurningunni neðst í forminu til að segja hvað þér finnst.

Nýtt íbúðarsvæði er í heildina 13,4 ha og er þar gert ráð fyrir allt að 220 íbúðum, bæði í sérbýli og fjölbýli. Skipulagstillagan gerir ráð fyrir lágreistri byggð, 1-3 hæðir. Í tillögunni er hugað að gæðum byggðar með áherslu á fjölbreytilegar íbúðir og ferðamáta. Mikilvægt er að innan hverfisins verði skjólsælt og gróðurríkt umhverfi með vistlegum dvalarrýmum

Hér er tengill á könnunina