Heimavistun nemenda úr dreifbýli

14.8.2019

Sveitarfélagið Hornafjörður óskar eftir heimilum sem áhuga hafa á að vista grunnskólanemendur á unglingastigi, tvær nætur í viku á starfstíma skóla.

Kröfur:

Forráðamaður heimilis leggur nemandanum til sérherbergi, fataskáp, skrifborð og stól og sér honum fyrir fæði í morgun- og kvöldmat ásamt síðdegissnarli. Lagt er upp úr því að heimilislegt andrúmsloft ríki og að nemandinn upplifi eins og hægt er að hann tilheyri heimilinu.

Nemandanum er gert að hlíta þeim reglum sem gilda á heimilinu varðandi t.d. útivist og umgengni.

Forráðamaður heimilis þarf að búa yfir ákveðinni festu, vera lipur í mannlegum samskiptum og hafa hreint sakavottorð.

Þeir sem hafa áhuga á að taka þetta verkefni að sér er bent á að hafa samband við Ragnhildi Jónsdóttur fræðslustjóra í síma 470 8000, netfang; ragnhildur@hornafjordur.is.

Umsóknarfrestur er til 30. ágúst n.k.