Auglýsing um íbúakosningu

5.4.2022

Auglýsing um íbúakosningu um aðal- og deiliskipulag um þéttingu byggðar innbæ.

Íbúakosning verður haldin samliða sveitarstjórnarkosningum 14. maí nk. og verður skv. 107. gr. sveitarstjórnarlaga nr.123/2011.

Spurning íbúakosningarinnar verði þessi:

Nýtt aðal- og deiliskipulag um þéttingu byggðar í Innbæ á Höfn, samkvæmt auglýsingum um samþykkt bæjarstjórnar frá 16. apríl 2020 og 27. maí 2021, hefur verið samþykkt af bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar. Ekkert deiliskipulag var áður í gildi fyrir svæðið, en upplýsingar má sjá á heimasíðu sveitarfélagsins undir fréttir og undir stjórnsýsla/skipulag í kynningu. https://www.hornafjordur.is/stjornsysla/skipulagsmal/skipulag-i-kynningu/

Spurning íbúakosningarinnar verður þessi.

Vilt þú að þetta nýja aðal- og deiliskipulag haldi gildi sínu með þeim breytingum sem því fylgja, eða vilt þú að það falli úr gildi og þar með verði skipulag óbreytt á svæðinu?

Ég vil að nýtt aðal- og deiliskipulag haldi gildi sínu.

Ég vil að nýtt aðal- og deiliskipulag falli úr gildi.

Kosið verður á öllum kjörstöðum sveitarfélagsins og hafa allir kosningabærir íbúar sveitarfélagsins, sem eiga lögheimili í sveitarfélaginu kosningarétt í íbúakosningunni skv. 4. gr. kosningalaga nr. 112/2021.

Nánari upplýsingar kynningargögn.

Yfirkjörstjórn og bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar.