Íbúaráð funduðu með Vegagerðinni

12.3.2024

Íbúaráð sveitarfélagsins funduðu með Vegagerðinni um hin ýmsu mál sem koma að vegamálum. 

Í haust tóku þrjú íbúaráð til starfa í dreifbýlinu, Suðursveit- og Mýrar, Öræfi og Nes- Lón. Á fundum íbúaráðanna hafa málefni Þjóðvegar 1 og annarra vega í sýslunni verið mikið til umræðu og óskuðu íbúaráðin eftir að hitta Vegagerðina og fara yfir þau mál sem brenna helst á þeim. 

Fundur íbúaráðanna og bæjarráði með starfsmönnum Vegagerðarinnar og sveitarfélagsins var haldinn í Hrollaugsstöðum 11. mars og var fundurinn mjög gagnlegur og umræður allt frá öryggi vegfarenda, girðingamálum, snjóruðningi, veglokunum, skiltum við heimreiðar, viðhaldi vega og nýframkvæmdum.

Á myndinni eru:

Frá íbúaráði Nes- Lón, Ólöf Þórhalla Magnúsdóttir og Ásta Steinunn Eiríksdóttir. Frá íbúaráði Suðursveit- og Mýrum, Ari Hannesson, Erla Rún Guðmundsdóttir og Bjarni Haukur Bjarnason. Frá íbúaráði Öræfa, Sunneva Björk Helgadóttir og Jón Ágúst Guðmundsson. 

Frá bæjarráði Eyrún Fríða Árnadóttir og Ásgerður Gylfadóttir.

Frá Vegagerðinni, Sveinn Sveinsson svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Austurlandi Bergþóra framkvæmdastjóri Þjónustusviðs Vegagerðarinnar og Gunnlaugur Rúnar yfirverkstjóri á Höfn.

Frá Sveitarfélaginu Hornafirði.

Brynja Dögg Ingólfsdóttir umhverfis- og skipulagsstjóri og Bryndís Bjarnarson, tók myndina.