Íþróttavika Evrópu 23. – 30. september

20.9.2022

Í Íþróttaviku Evrópu / Europian week of sport verður boðið upp á troðfulla dagskrá hér í Sveitarfélaginu Hornafirði.

Markmið Íþróttaviku Evrópu er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu og sporna þannig við auknu hreyfingarleysi meðal almennings. Íþróttavikan sem haldið er í yfir 30 Evrópulöndum er ætluð öllum óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi. Áhersla er lögð á að höfða til grasrótarinnar og hvetja almenning til þess að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi.

Í Íþróttaviku Evrópu / Europian week of sport verður boðið upp á troðfulla dagskrá hér í Sveitarfélaginu Hornafirði. Því eru allir hvattir til að hreyfa sig, ganga eða hjóla í vinnu, fara í göngu- og hjólatúra en einnig að taka þátt í þeim viðburðum sem boðið verður upp á. Til að mynda ætla íþróttafélögin og íþróttafólkið okkar að bjóða upp á fullt af opnum tímum og verða þeir auglýstir nánar á vefsíðu sveitarfélagsins,  Facebook og í Eystrahorni á næstu dögum. Hér eru nánari upplýsingar um netsíður íþróttavikunnar. Heimasíða og fésbókarsíða verkefnisins

Sérstaka athygli vekjum við á heimsókn Dr. Viðars Halldórssonar sem kemur til okkar og heldur þrjú erindi fyrir ólíka hópa. Þau eru;

Nr. 1. „Sports for all“. Erindi á ensku sérstaklega ætlað foreldrum barna sem eru af erlendu bergi brotnir. 28. sept. kl. 18:00 í Nýheimum.
Nr. 2. Jákvæð íþróttamenning – Erindi ætlað þjálfurum og stjórnendum íþróttastarfs um að byggja upp heilbrigða og árangursríka menningu innan íþrótta. 28. sept. kl. 20:00 í Nýheimum.
Nr. 3. Félagsstörf töfra - Erindi fyrir framhaldsskólanemendur um það hvernig félagsleg samskipti tengjast líðan og árangri. 29. sept. kl. 10:00 í Nýheimum.

Fylgist með dagskránni