Kjörstjórnarmenn óskast í allar kjördeildir

12.4.2022

Sveitarfélagið Hornafjörður óskar eftir fólki til að taka að sér setu á kjörstöðum á kjördag. Aðal og varmenn vantar í allar kjördeildir.

Vegna strangra hæfisreglna fyrir kjörstjórnarfulltrúa með nýjum kosningalögum þarf að finna nýja einstaklinga í stað þeirra sem eru vanhæfir vegna tengsla við frambjóðendur.

Þau sem hafa áhuga að starfa í kjörstöðum á kjördag 14. maí nk. sendið upplýsingar um sig nafn, símanúmer og kennitölu til Bryndísar Bjarnarson stjórnsýslu og upplýsingafulltrúa sveitarfélagsins á netfangið bryndis@hornafjordur.is

Greitt er fyrir setu í kjörstjórnum. 

Nýjar hæfisreglur.