• Ibuafundur-oraefi-28-november

Skilarboð fundargesta af íbúafundum í sveitunum

12.1.2024

Hér er birt samantekt um skilaboð fundargesta af íbúafundum í Nesjum og Öræfum þann 27. og 28. nóvember sl. þar sem þróun umhverfis og samfélags í dreifbýli var til umræðu. Fundirnir voru haldnir í tengslum við endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins og verður efnið nýtt við að móta tillögur að markmiðum og skipulagsákvæðum í nýju aðalskipulagi.

Umræður á fundunum snerust um hvernig gera mætti sveitirnar enn öflugri, eftirsóknarverðari, náttúrulegri og ævintýralegri. Fundargestir lögðu fram fjölmargar ábendingar um hvernig hægt er að bæta aðstöðu til útivistar, ferðalaga og samgangna, um umferðaröryggi og legu þjóðvegar, um íbúðarhúsnæði, þjónustu og verslun, landbúnaðinn, ferðaþjónustuna, innviði, loftslag og náttúruvernd.

Sveitarfélagið þakkar þátttakendum fyrir þeirra mikilvæga framlag og hvetur um leið landeigendur og ábúendur að svara vefkönnun um stöðu og þróun landnotkunar á þeirra jörðum eða landareignum.

Hægt er að fylgjast með framgangi endurskoðunar aðalskipulags á aðalskipulagsvefnum. Senda má inn hugmyndir og sjónarmið hvenær sem er á meðan nýtt aðalskipulag er í mótun. Þær sendist á netfangið adalskipulag@hornafjordur.is.