Staðan í dag 24. mars

24.3.2020

Nú eru greind 5 smit í Sveitarfélaginu Hornafirði og 50 í sóttkví, smitin dreifast þannig að 1 er í Öræfum, 3 í Suðursveit og eitt á Höfn. Enginn er alvarlega veikur.

 Búið er að setja af stað vettvangsteymi á Höfn sem heldur utan um hópinn og hringir í einstaklinga í sóttkví.

Því er beint til íbúa að virða samkomubannið sem er í gildi og halda uppi tilmælum um 2 m. bil á milli einstaklinga og halda uppi öflugu hreinlæti. Með þessum hætti náum við að draga úr fjölgun smita og draga úr álagi á heilbrigðisþjónustuna. Beinum því einnig til íbúa að halda ró sinni og yfirvegun, það voru ágæt tilmæli Víðs Reynissonar að deila glaðlegum myndum á fésbókinni til að viðhalda léttri lund.

Matthildur Ásmundardóttir, bæjarstjóri.