• Mynd-1

Sýningin Mamma, ég vil ekki stríð

3.11.2023

Mamo, ja nie chcę wojny!!! - Mamma, ég vil ekki stríð!!!

Á bókasafninu má nú sjá sýninguna „Mamma, ég vil ekki stríð!“ sem er einstök tvítyngd sýning sem fengin var að láni frá pólska sendiráðinu á Íslandi. Á sýningunna má sá sögulegar teikningar frá pólskum börnum sem teiknuðu myndir á árunum 1939-1945 en myndirnar sýna upplifun þeirra af stríðinu sem þá geisaði. Til samanburðar eru samtíma teikningar frá úkraínskum börnum af þeirra upplifun af stríðinu sem nú geisar í heimalandi þeirra.

Forsendur verkefnis

Markmið sýningarinnar er að sýna stríðsdrama frá sjónarhorni barns. Horft er á stríðið með augum barna, hlustað á tilfinningar þeirra og upplifunþeirra viðurkennd.

Með því að setja saman listaverk eftir pólsk og úkraínsk börn var reynt að sýna fram á aðstríð lítur alltaf eins út í augum barns. Líkindi sögulegra og samtímaverka er sláandi. Börn teikna skriðdreka, flugvélar sem varpa sprengjum, elda og sprengingar. Þau teikna særða og látna, rústir húsa og grafir. Einnig teikna þau sig og fjölskyldu sína, brottflutning og flótta. En þau draga líka fram von og drauma sína um framtíðina.

Mynd-2

Fortíð og nútíð

Teikningar eftir pólsku börnin voru aðallega valdar úr safni 2.500 verka sem varðveitt eru í Archive of Modern Records í Varsjá, í safni menntamálaráðuneytisins frá 1945–1966.

Teikningar eftir úkraínsk börn eru samtímalistaverk sem tengjast stríðinu sem nú á sér stað í Úkraínu, safnað á vefsíðu Mom I see war. Vefsíðan var stofnuð til að sýna stríðið með augum barna í Úkraínu og enn og aftur vekja athygli heimssamfélagsins á hrottalegri innrás rússneska innrásarhersins.

Menningarmiðstöð Hornafjarðar þakkar Pólska sendiráðinu hjartanlega fyrir traustið og lánið á myndunum.