Ungmennaráð Suðurlands á fundi stjórnar SASS

1.6.2017

Ungmennaráð suðurlands fundaði sinn fyrsta fund með stjórn Samtaka sveitarfélaga á Suðurlandi SASS. Arndís Ósk Magnúsdóttir situr í ráðinu fyrir hönd Sveitarfélagsins Hornafjarðar og Sæmundur Helgason formaður bæjarráðs er stjórnarmaður í SASS hann var á skype á fundinum eins og sjá má. 

Stjórn SASS samþykkti að stofnað verði nýtt ungmennaráð Suðurlands á fundi stjórnar SASS þann 5. maí var málið lagt fyrir stjórnina þar sem öll sveitarfélögin á Suðurlandi tilnefndu einn aðalmann og annan til vara. Ungmennaráð sveitarfélaganna fengu erindisbréf ráðsins til umsagnar og staðfestu þau erindisbréf ungmennaráðs SASS. Starfsmenn sveitarfélaganna voru tilnefndir til að vinna með ungmennaráði og var Herdís Ingólfsdóttir tilnefnd af Sveitarfélaginu Hornafirði og var hún kjörinn varafulltrúi.  

Ungmennaráðið fer vel af stað og umræðurnar á fundinum voru m.a. um skólamál, skort á heimavist við FSU og FAS, almenningssamgöngur og þörf fyrir umboðsmann ungmenna á Suðurlandi, svo fátt eitt sé nefnt.